Erlent

Clinton hitti yfirmann herráðsins

BBI skrifar
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hitti yfirmann herráðsins í Egyptalandi í dag og ræddi við hann um lýðræði.

Hillary Clinton er í heimsókn í Egyptalandi, hitti í gær Mohammed Mursi og notaði tækifærið til að undirstrika nauðsyn þess að vernda réttindi almennings í Egyptalandi.

Forsetinn Mursi og herinn hafa átt í ákveðinni stjórnskipunarlegri deilu undanfarið. Kjörið þing var sett af áður en Mursi tók við embættinu auk þess sem völd forsetans voru að miklu leyti tekin af honum. Þetta var ákvörðun herráðsins. Mohammed Mursi og flokkur hans, Bræðralag Múslima, reyndu að koma þinginu aftur saman síðustu helgi en Hæstiréttur Egyptalands sagði að ákvörðunin væri endanleg.

Á klukkutíma löngum fundi með yfirmanni herráðsins hrósaði Clinton honum fyrir tímabundna stjórn landsins, sem hefði verið til sóma miðað við ástandið í Sýrlandi þar sem herinn drepur sitt eigið fólk í hrönnum. En hún ræddi einnig mikilvægi þess að hverfa alfarið til lýðræðis í landinu.

BBC segir frá.


Tengdar fréttir

Hillary Clinton styður Mohammed Mursi

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með nýkjörnum forseta Egyptalands, Mohammed Mursi, í dag. Eftir fundinn ítrekar hún að Bandaríkin styðji algera skiptingu yfir í lýðræði í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×