Erlent

Mannætan í Miami þekkti fórnarlamb sitt

Öryggismyndavélar náðu myndum af árásinni.
Öryggismyndavélar náðu myndum af árásinni. mynd/Miami Beach Police Department
Talið er að maðurinn sem reyndi að rífa af andlit annars manns með tönnunum fyrir nokkrum vikum í Miami hafi þekkt fórnarlamb sitt nokkuð vel.

Atvikið átti sér stað í maí á þessu ári. Lögreglunni í Miami barst tilkynning um slagsmál tveggja mann við McCarthur umferðargötuna. Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafði Rudy Eugene yfirbugað fórnarlamb sitt, Ronald Poppo, og var í miðjum klíðum við að rífa andlit hans í sig.

Eugene var ítrekað beðinn um að færa sig frá Poppo áður en hann var skotinn af lögreglumanni. Óhugnaðinum linnti þó ekki þá, Eugene hélt áfram að ráðast á Poopo, þrátt fyrir að vera alvarlega særður. Þá var Eugene skotinn nokkrum sinnum og lést stuttu seinna.

Rudy Eugenemynd/Miami Beach Police Department
Poppo var komið undir læknishendur. Áverkar hans voru miklir og er hann svo gott sem andlitslaus eftir árásina.

Nú hefur æskuvinur Eugenes greint frá því að Poppo og hann hafi verið vinir. Þeir hafi kynnst þegar Eugene var sjálfboðaliði í athvarfi fyrir heimilislausa og þeim hafi komið vel saman.

Ekki liggur fyrir hver ástæða árásarinnar var. Í fyrstu var talið að Eugene hafi verið undir áhrifum efna sem finna má í baðsalti en þau geta valdið ofskynjunum og vænisýki. Niðurstöður eiturefnarannsóknar hafa hins vegar leitt í ljós að Eugene hafði neitt marijúana stuttu áður en árásin átti sér stað.

Ronald Poppomynd/Miami Beach Police Department
Það þykir þó afar ólíklegt að kannabisneysla hafi verið orsök árásarinnar. Fjölskylda Eugenes hefur bent á að sem drengur hafi hann verið greindur með geðklofa.

Þá leikur einnig grunur á að menningararfur Eugenes hafi átt hlut að máli. Eugene er ættaður frá Haíti, á vettvangi glæpsins fannst tætt Biblía og er talið að Eugene hafi reynt að framkvæma vúdu helgisið þegar hann réðst á Poppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×