Erlent

Bjargaði ketti og uppskar aðdáun netverja

Lítil rússnesk stúlka hefur heillað netverja síðustu daga. Hugrekki stúlkunnar er óumdeilanlegt en myndband sem sýnir hana bjarga ketti frá hundi í árásarhug hefur vakið mikla athygli.

Ekki er vitað hvar atvikið átti sér stað en getgátur eru um að myndbandið hafi verið tekið á afskekktum sveitabæ í Rússlandi.

Það stefnir í óefni þegar hundurinn geltir og glefsar að kettinum. Stúlkan kemur þá askvaðandi, grípur um köttinn og ber hann síðan að heimilisdyrunum. Hundurinn eltir, og geltir, en hann virðir þó augljósa stúlkuna og lætur hana vera.

Foreldrar stúlkunnar standa hjá á meðan. Þau hvetja stúlkuna áfram á meðan björgunaraðgerðin stendur yfir.

Þessi einbeitta stúlkan virðist vera mikill dýravinur, enda er hún með dýragrímu á höfði.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×