Erlent Ekki meirihluti fyrir kannabisræktuninni Ekki var nægur stuðningur við áform bæjarstjórnar í spænskum smábæ fyrir því að hefja stórfellda ræktun á kannabisi í íbúakosningum. Um 56 prósent studdu ræktunina, en 75 prósent hefðu þurft að vera henni samþykk til að hún yrði að veruleika, samkvæmt frétt BBC. Erlent 12.4.2012 08:00 Vopnahlé hafið í Sýrlandi Vopnahlé sem Kofi Annan erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins lagði til í Sýrlandi er hafið en vesturveldin efast enn um heilindi stjórnvalda í landinu og óttast það það muni halda í stuttan tíma. Al Assad forseti heitir því að standa við vopnahléð en segir stjórnvöld hafa rétt til þess að bregðast við árásum. Það sama segir stærrsta andspyrnuhreyfingin og því ljóst að ástandið er afar eldfimt. Erlent 12.4.2012 07:04 Heimildarmynd rannsakar lækningarmátt tónlistar Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í "Singing in the Rain.“ En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. Erlent 11.4.2012 23:37 Charles Manson neitað um reynslulausn á ný Bandaríska fjöldamorðingjanum Charles Manson var neitað um reynslulausn í dag af dómstólum í Kaliforníu. Þetta er í tólfta sinn sem Manson fer fram á að verða sleppt úr haldi. Erlent 11.4.2012 21:27 Ákvörðun um Manson tekin í dag Sérstök nefnd sem metur hvort raðmorðinginn Charles Manson mun verða látinn laus úr fangelsi mun úrskurða um málið í dag, að því er bandaríska blaðið Los Angelses Times greinir frá í dag. Ólíklegt þykir að Manson muni sjálfur koma fyrir nefndina þegar hún kynnir ákvörðun sína. Þetta er í tólfta sinn sem lögfræðingar Mansons krefjast reynslulausnar fyrir hann en hann var fundinn sekur um að skipuleggja morð á sjö manns árið 1969. Erlent 11.4.2012 16:09 Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa í Indónesíu í morgun þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir undan ströndum Aceh héraðs. Erlent 11.4.2012 15:57 Í 11 ára fangelsi fyrir að kveikja í húsgagnaverslun Gordon Thompson var í dag dæmdur í ellefu og hálfs árs fangelsi fyrir að kveikja í Reeves húsgagnaversluninni í Croydon í Lundúnaróeirðunum í fyrra. Thompson, sem er 34 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa stefnt lífi fólks í hættu. Samkvæmt frásögn Sky fréttastöðinni reyndi hann að kveikja í Iceland og House of Fraser áður en hann beindi athygli sinni að House of Reeves. Verslunin var stofnuð árið 1867 og hafði verið í rekstur sömu fjölskyldu frá kynslóð til kynslóðar. Erlent 11.4.2012 14:33 Grikkir munu kjósa í maí Grikkir munu ganga til kosninga þann 6. maí næstkomandi, en undanfarið hefur starfsstjórn embættismanna verið þar við völd undir stjórn Lucas Papademos forsætisráðherra. BBC fréttastofan segir að forsætisráðherrann muni væntanlega ganga á fund Karolos Papoulias forseta til að biðja hann um að rjúfa þing. Þetta munu verða fyrstu kosningar í Grikklandi síðan að kreppa skall þar á. Kreppan hefur leitt til gríðarlegs niðurskurðar og mótmæla í landinu. Erlent 11.4.2012 13:57 Flóðbylgjuviðvörunum aflétt Flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt á Indlandshafi en um tíma leit út fyrir að flóðbylgjur gætu skollið á Indónesíu og fleiri löndum sem liggja að hafinu. Í morgun reið risaskjálfti sem mældist 8,7 stig yfir undan ströndum Aceh héraðs og skömmu síðar fylgdi annar litlu minni, eða 8,2 stig í kjölfarið. Erlent 11.4.2012 13:36 Öflugur eftirskjálfti - 8,2 stig - ný flóðbylgjuviðvörun Fregnir berast nú af því að öflugur eftirskjálfti hafi riðið yfir á sama svæði undan ströndum Indónesíu. Í morgun mældist fyrsti skjálftinn 8,6 stig en sá síðari mælist aðeins minni, eða 8,2 stig. Ný flóðbylgjuviðvörun hefur því verið gefin út en seinni skjálftinn varð á minna dýpi, eða um sextán kílómetrum undir yfirborðinu. Fyrri skjálftinn varð á 33 kílómetra dýpi. Sjónarvottar segja að sjórinn hafi sogast frá ströndinni um tíu metra, rétt áður en skjálftinn reið yfir. Erlent 11.4.2012 11:56 Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum. Erlent 11.4.2012 09:10 Dæla eldsneyti á flaugina Yfirvöld í Norður Kóreu segja að byrjað sé að dæla eldsneyti á eldflaugina sem sögð er eiga að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Erlent 11.4.2012 08:43 Öryggisráðið þrýstir á Sýrlendinga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld í Sýrlandi eru hvött til þess að breyta um stefnu og standa við gefin loforð um vopnahlé í landinu. Erlent 11.4.2012 08:37 Sakhæfismat gleður Breivik Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn. Erlent 11.4.2012 06:00 Þekktur Dani bendlaður við Stasi Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna. Erlent 11.4.2012 02:00 Rick Santorum dregur sig úr kosningabaráttunni Nánast er öruggt að Mitt Romney verði forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, eftir að Rick Santorum dró sig út úr kosningabaráttunni í gær. Erlent 11.4.2012 01:00 Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti Fyrstu prófunum á nýjum flugbíl sem verið hefur í hönnun undanfarin ár lauk í Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn, sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bæði bíla og flugvéla, flaug í um átta mínútur í um 400 metra hæð í fyrsta fluginu. Erlent 11.4.2012 00:00 Sagðist vera með banvænt krabbamein til þess að fjármagna brúðkaup Hin 25 ára gamla Jessica Vega frá New York í Bandaríkjunum vildi halda upp á hið fullkomna brúðkaup. Til þess að svo gæti orðið vantaði henni fjármagn. Hún brá því á það óvanalega ráð að ljúga að fólki að hún væri með banvænt krabbamein og tókst þannig að svíkja þúsundir dollara út úr fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem stóðu í þeirri trú að Vega ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifaða. Erlent 10.4.2012 23:30 Stálu kaffi fyrir tíu milljónir og tveimur kaffivélum Lögreglan í Vín í Austurríki lýsti eftir frekar stórtækum þjófum í dag en þeir brutust inn í heildsölu og stálu þaðan tveimur tonnum af kaffi. Kaffiþjófarnir brutust inn í heildsöluna og fylltu stolna flutningabifreið af góssinu og óku því næst á brott. Erlent 10.4.2012 23:00 Santorum dregur framboð sitt til baka Rick Santorum, helsti keppinautur Mitt Romney um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Þessu greindu Bandarískir fjölmiðlar frá fyrir stundu. Ástæðan mun vera alvarleg veikindi þriggja ára dóttur hans. Erlent 10.4.2012 18:48 Kidman leikur Grace Kelly Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako. Erlent 10.4.2012 15:39 Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur. Erlent 10.4.2012 13:36 Segja að Breivik sé sakhæfur Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu. Erlent 10.4.2012 10:08 Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan. Erlent 10.4.2012 10:04 Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir. Erlent 10.4.2012 08:56 Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku. Erlent 10.4.2012 08:45 Mannskæð árás í Afganistan Að minnsta kosti níu eru látnir og tuttugu særðir í Herat héraði í Afganistan í morgun þar sem sjálfsmorðsárás var gerð á stjórnsýslubyggingu. Mikill fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að fá viðtal við stjórnmálamenn svæðisins og greina fregnir sjónarvotta frá því að tveir árásarmenn hafi ekið upp að byggingunni á jeppum sem þeir hafi síðan sprengt í loft upp. Erlent 10.4.2012 08:30 Tvö flugmóðurskip á Persaflóa Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 10.4.2012 05:30 Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. Erlent 10.4.2012 05:00 Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Erlent 10.4.2012 03:00 « ‹ ›
Ekki meirihluti fyrir kannabisræktuninni Ekki var nægur stuðningur við áform bæjarstjórnar í spænskum smábæ fyrir því að hefja stórfellda ræktun á kannabisi í íbúakosningum. Um 56 prósent studdu ræktunina, en 75 prósent hefðu þurft að vera henni samþykk til að hún yrði að veruleika, samkvæmt frétt BBC. Erlent 12.4.2012 08:00
Vopnahlé hafið í Sýrlandi Vopnahlé sem Kofi Annan erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins lagði til í Sýrlandi er hafið en vesturveldin efast enn um heilindi stjórnvalda í landinu og óttast það það muni halda í stuttan tíma. Al Assad forseti heitir því að standa við vopnahléð en segir stjórnvöld hafa rétt til þess að bregðast við árásum. Það sama segir stærrsta andspyrnuhreyfingin og því ljóst að ástandið er afar eldfimt. Erlent 12.4.2012 07:04
Heimildarmynd rannsakar lækningarmátt tónlistar Sem ungur maður hafði Henry gamli dálæti á tónlist. Dóttir hans segir að hann hafi oft á tíðum dansað um göturnar líkt og Gene Kelly í "Singing in the Rain.“ En árin liðu og eftir að hafa verið í tíu ár á hjúkrunarheimili hefur þunglyndi heltekið hann. Erlent 11.4.2012 23:37
Charles Manson neitað um reynslulausn á ný Bandaríska fjöldamorðingjanum Charles Manson var neitað um reynslulausn í dag af dómstólum í Kaliforníu. Þetta er í tólfta sinn sem Manson fer fram á að verða sleppt úr haldi. Erlent 11.4.2012 21:27
Ákvörðun um Manson tekin í dag Sérstök nefnd sem metur hvort raðmorðinginn Charles Manson mun verða látinn laus úr fangelsi mun úrskurða um málið í dag, að því er bandaríska blaðið Los Angelses Times greinir frá í dag. Ólíklegt þykir að Manson muni sjálfur koma fyrir nefndina þegar hún kynnir ákvörðun sína. Þetta er í tólfta sinn sem lögfræðingar Mansons krefjast reynslulausnar fyrir hann en hann var fundinn sekur um að skipuleggja morð á sjö manns árið 1969. Erlent 11.4.2012 16:09
Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu Mikil skelfing greip um sig á meðal íbúa í Indónesíu í morgun þegar öflugir jarðskjálftar riðu yfir undan ströndum Aceh héraðs. Erlent 11.4.2012 15:57
Í 11 ára fangelsi fyrir að kveikja í húsgagnaverslun Gordon Thompson var í dag dæmdur í ellefu og hálfs árs fangelsi fyrir að kveikja í Reeves húsgagnaversluninni í Croydon í Lundúnaróeirðunum í fyrra. Thompson, sem er 34 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa stefnt lífi fólks í hættu. Samkvæmt frásögn Sky fréttastöðinni reyndi hann að kveikja í Iceland og House of Fraser áður en hann beindi athygli sinni að House of Reeves. Verslunin var stofnuð árið 1867 og hafði verið í rekstur sömu fjölskyldu frá kynslóð til kynslóðar. Erlent 11.4.2012 14:33
Grikkir munu kjósa í maí Grikkir munu ganga til kosninga þann 6. maí næstkomandi, en undanfarið hefur starfsstjórn embættismanna verið þar við völd undir stjórn Lucas Papademos forsætisráðherra. BBC fréttastofan segir að forsætisráðherrann muni væntanlega ganga á fund Karolos Papoulias forseta til að biðja hann um að rjúfa þing. Þetta munu verða fyrstu kosningar í Grikklandi síðan að kreppa skall þar á. Kreppan hefur leitt til gríðarlegs niðurskurðar og mótmæla í landinu. Erlent 11.4.2012 13:57
Flóðbylgjuviðvörunum aflétt Flóðbylgjuviðvörunum hefur nú verið aflétt á Indlandshafi en um tíma leit út fyrir að flóðbylgjur gætu skollið á Indónesíu og fleiri löndum sem liggja að hafinu. Í morgun reið risaskjálfti sem mældist 8,7 stig yfir undan ströndum Aceh héraðs og skömmu síðar fylgdi annar litlu minni, eða 8,2 stig í kjölfarið. Erlent 11.4.2012 13:36
Öflugur eftirskjálfti - 8,2 stig - ný flóðbylgjuviðvörun Fregnir berast nú af því að öflugur eftirskjálfti hafi riðið yfir á sama svæði undan ströndum Indónesíu. Í morgun mældist fyrsti skjálftinn 8,6 stig en sá síðari mælist aðeins minni, eða 8,2 stig. Ný flóðbylgjuviðvörun hefur því verið gefin út en seinni skjálftinn varð á minna dýpi, eða um sextán kílómetrum undir yfirborðinu. Fyrri skjálftinn varð á 33 kílómetra dýpi. Sjónarvottar segja að sjórinn hafi sogast frá ströndinni um tíu metra, rétt áður en skjálftinn reið yfir. Erlent 11.4.2012 11:56
Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum. Erlent 11.4.2012 09:10
Dæla eldsneyti á flaugina Yfirvöld í Norður Kóreu segja að byrjað sé að dæla eldsneyti á eldflaugina sem sögð er eiga að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Erlent 11.4.2012 08:43
Öryggisráðið þrýstir á Sýrlendinga Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld í Sýrlandi eru hvött til þess að breyta um stefnu og standa við gefin loforð um vopnahlé í landinu. Erlent 11.4.2012 08:37
Sakhæfismat gleður Breivik Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn. Erlent 11.4.2012 06:00
Þekktur Dani bendlaður við Stasi Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna. Erlent 11.4.2012 02:00
Rick Santorum dregur sig úr kosningabaráttunni Nánast er öruggt að Mitt Romney verði forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, eftir að Rick Santorum dró sig út úr kosningabaráttunni í gær. Erlent 11.4.2012 01:00
Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti Fyrstu prófunum á nýjum flugbíl sem verið hefur í hönnun undanfarin ár lauk í Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn, sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bæði bíla og flugvéla, flaug í um átta mínútur í um 400 metra hæð í fyrsta fluginu. Erlent 11.4.2012 00:00
Sagðist vera með banvænt krabbamein til þess að fjármagna brúðkaup Hin 25 ára gamla Jessica Vega frá New York í Bandaríkjunum vildi halda upp á hið fullkomna brúðkaup. Til þess að svo gæti orðið vantaði henni fjármagn. Hún brá því á það óvanalega ráð að ljúga að fólki að hún væri með banvænt krabbamein og tókst þannig að svíkja þúsundir dollara út úr fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem stóðu í þeirri trú að Vega ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifaða. Erlent 10.4.2012 23:30
Stálu kaffi fyrir tíu milljónir og tveimur kaffivélum Lögreglan í Vín í Austurríki lýsti eftir frekar stórtækum þjófum í dag en þeir brutust inn í heildsölu og stálu þaðan tveimur tonnum af kaffi. Kaffiþjófarnir brutust inn í heildsöluna og fylltu stolna flutningabifreið af góssinu og óku því næst á brott. Erlent 10.4.2012 23:00
Santorum dregur framboð sitt til baka Rick Santorum, helsti keppinautur Mitt Romney um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Þessu greindu Bandarískir fjölmiðlar frá fyrir stundu. Ástæðan mun vera alvarleg veikindi þriggja ára dóttur hans. Erlent 10.4.2012 18:48
Kidman leikur Grace Kelly Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako. Erlent 10.4.2012 15:39
Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur. Erlent 10.4.2012 13:36
Segja að Breivik sé sakhæfur Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu. Erlent 10.4.2012 10:08
Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan. Erlent 10.4.2012 10:04
Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir. Erlent 10.4.2012 08:56
Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku. Erlent 10.4.2012 08:45
Mannskæð árás í Afganistan Að minnsta kosti níu eru látnir og tuttugu særðir í Herat héraði í Afganistan í morgun þar sem sjálfsmorðsárás var gerð á stjórnsýslubyggingu. Mikill fjöldi fólks var þar saman kominn til þess að fá viðtal við stjórnmálamenn svæðisins og greina fregnir sjónarvotta frá því að tveir árásarmenn hafi ekið upp að byggingunni á jeppum sem þeir hafi síðan sprengt í loft upp. Erlent 10.4.2012 08:30
Tvö flugmóðurskip á Persaflóa Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 10.4.2012 05:30
Lítil von talin á vopnahléi í dag Gærdagurinn var einn sá blóðugasti í langan tíma í Sýrlandi, þrátt fyrir að stefnt hafi verið að því að vopnahlé hæfist þar í dag. Aðgerðasinnar segja að í það minnsta 100 manns hafi látið þar lífið í gær. Erlent 10.4.2012 05:00
Aukning koltvísýrings olli endalokum ísaldar Ný rannsókn þykir sýna að aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu hafi valdið endalokum síðustu ísaldar. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu síðustu hundrað ár er svipuð og aukningin sem batt enda á ísöldina. Erlent 10.4.2012 03:00