Erlent

Mikið þrumuveður og úrhelli herjar á Dani

Mikið þrumuveður og úrhelli gengur nú yfir Danmörku. Í augnablikinu herjar þetta veður á íbúana á Jótlandi en talið er að veður þetta nái til Kaupmannahafnar síðdegis í dag. Hinsvegar er búist við að íbúar á Borgundarhólmi sleppi við veðrið.

Erlent

Fornleifafræðingar fundu elsta leirpott sögunnar

Fornleifafræðingar hafa fundið það sem talið er vera brot úr elsta leirpotti í sögunni í helli í suðurhluta Kína. Leirpottur þessi er talinn vera um 20.000 ára gamall eða um 10.000 árum eldri en áður var talið að slíkir pottar voru fyrst búnir til.

Erlent

Risagígur á Grænlandi

Gígur, sem er 600 km í þvermál og stærri en Danmörk, myndaðist á Grænlandi þegar loftsteinn, sem var þrír kílómetrar í þvermál, hrapaði þar fyrir þremur milljörðum ára.

Erlent

Heilbrigðislöggjöf Obama stenst stjórnarskrá

Meirihluti Hæstaréttar Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama stenst stjórnarskrá landsins. Því hefur verið varpað að þetta sé eitt stærsta mál dómstólsins í fjölda ára.

Erlent

Erfiðasta Sudoku-þraut veraldar

Vinsældir Sudoku virðast engan enda ætla að taka. Áhugamenn um þessa ávanabindandi talnaþraut ættu nú að ydda blýanta sína því erfiðasta Sudoku þrautin hefur nú verið birt.

Erlent

Góð reynsla af að líta ekki á fíkniefnaneyslu sem afbrot

Reynsla Portúgala af því að hætta að líta á fíkniefnaneyslu sem afbrot er góð og hefur engar skaðlegar hliðar í för með sér. Fyrir tveimur dögum birtu Sameinuðu Þjóðirnar skýrslu um að fíkniefnastríðið væri tapað og hefði meiri skaðlegar afleiðingar en góðar. Reynsla Portúgala gæti verið vatn á myllu þessa málstaðar.

Erlent

Tyrkir búast til varnar

Tyrkir hafa sent hermenn, eldflaugar og önnur hergögn að landamærum Sýrlands samkvæmt fréttastofu Sky News. Forsætisráðherra Tyrklands hefur jafnframt gefið út skipun um að bregðast við ógnum sem kunna að steðja að landamærunum. Hann lýsti því yfir í kjölfar þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska herflugvél fyrir skömmu.

Erlent

Breytingar í Egyptalandi

Eiginkona Morsi, forseta Egyptalands, vill ekki láta kalla sig „helsta konan" (e. first lady). Ef hún þarf að bera einhvern titil vill hún heldur vera kölluð „helsti þjónn" (e. first servant) landsins.

Erlent

Heilbrigðislöggjöf Obama stendur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðislöggjöf Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, og Demókrata sé í samræmi við stjórnarskrá landsins.

Erlent

Leiðtogafundur ESB enn í gangi

Fjárhagsvandamál á evrusvæðinu er aðalumræðuefnið og Angela Markel kanslari Þýskalands og Francois Hollande forseti Frakklands reyna að komast að niðurstöðu hvaða leiðir séu bestar til að leysa vandann.

Erlent

Samkomulag um Sýrlandstillögur Kofi Annan

Rússar og leiðtogar Vesturveldanna hafa náð samkomulagi um að standa á bakvið tillögur Kofi Annan um þjóðstjórn í Sýrlandi til að reyna að binda endi á átökin þar í landi.

Erlent

Eiturlyf hamla þúsaldarmarkmiðum

Efla þarf aðgerðir gegn ólöglegum eiturlyfjum og skipulagðri glæpastarfsemi, eigi að takast að styðja við þróunarlöndin. Þetta segir Yury Fedotov, framkvæmdastjóri stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjum og glæpum (UNODC).

Erlent

Björguðu börnum frá vændi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur greint frá því að 79 unglingum, sem neyddir höfðu verið til að stunda vændi, hafi verið bjargað í síðustu viku frá hótelum og börum víða um Bandaríkin. Unglingarnir, 77 stúlkur og tveir drengir, voru á aldrinum 13 til 17 ára.

Erlent