Erlent

Aftökur í Damaskus í gær

Hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi fóru hús úr húsi í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær, skoðuðu skilríki fólks og tóku að sögn fjölda fólks af lífi. Ríkisrekin sjónvarpsstöð sagði í kjölfarið frá því að "tugir hryðjuverkamanna" hefðu gefist upp eða verið teknir af lífi. Frá þessu er sagt

Erlent

Kúabændur blása til mótmæla

Kúabændur í löndum Evrópusambandsins hafa blásið til mótmæla að undanförnu vegna lækkandi mjólkurverðs á síðustu vikum. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Erlent

Bardagar í Aleppo stigmagnast

Bardagar í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa stigmagnast undanfarin sólarhring að því er fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu greinir frá.

Erlent

Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða

Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól.

Erlent

Eilíft líf árið 2045?

Rússneskur vísindamaður vonast til að geta boðið mannkyni eilíft líf innan 33 ára. Hann leitar nú á náðir auðugustu einstaklinga veraldar í þeirri von um að þeir styrki verkefnið. Í staðinn lofar hann þeim eilíft líf sér að kostnaðarlausu.

Erlent

Hnúfubakur strandaði í sundlaug

Tíu metra langur hnúfubakur strandaði í sundlaug við Newport-ströndina í Ástralíu í gær. Yfirvöld á svæðinu vonast til að dýrið skolist aftur á haf út í næsta háflæði.

Erlent

Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda

Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga.

Erlent

Pólverjar æfir af reiði út í Madonnu

Samtök kaþólskra og fyrrverandi hermanna í Póllandi eru æf af reiði út í söngkonuna Madonnu þar sem tónleikar hennar í Póllandi bera upp á sama dag og uppreisnin í Varsjá hófst árið 1944 þegar andspyrnuhreyfing landsins reyndi að frelsa borgina úr klóm nasista.

Erlent

Rafmagn aftur komið á víðast á Indlandi

Rafmagn er aftur komið á víðast hvar á Indlandi en stór hluti af rafveitukerfi landsins sló út í gærdag með þeim afleiðingum að yfir 600 milljónir Indverja voru án rafmagns tímunum saman.

Erlent

Basescu slapp með skrekkinn

Innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í kosningum í Rúmeníu á sunnudag sem snerust um það hvort víkja ætti Traian Basescu forseta úr embætti.

Erlent

Hótað fangelsi fyrir þjófnað

Einn af háværustu gagnrýnendum Vladmir Putins, forseta Rússlands, hefur verið sakaður um þjófnað. Hans gæti beðið tíu ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur.

Erlent

Þúsundir flýja borgina daglega

Þúsundir manna eru sagðir flýja frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, á hverjum einasta degi. Harðar árásir stjórnarhersins á borgina síðustu daga virðast ekki hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur.

Erlent

Giftast eftir 48 ára aðskilnað

Lena Henderson og Roland Davis voru unglingar þegar þau gengu í það heilaga. Hjónabandið endaði þó með ósköpum. Tuttugu árum og fjórum börnum seinna var sambandinu slitið. Núna, 48 árum eftir skilnaðinn, undirbúa þau sitt seinna brúðkaup.

Erlent

600 milljónir án rafmagns

Hundruð námuverkamenn eru fastir neðanjarðar og yfir 600 milljónir manna eru án rafmagns í norðurhluta Indlands eftir að dreifingarkerfi rafmagns í landinu hrundi í morgun. Þetta er í annan daginn í röð sem slíkt gerist en í gær voru um 300 milljónir Indverja án rafmagns um tíma af sömu ástæðum. Fjölmargar lestir eru stopp og er unnið að því að koma fólki upp úr neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Delhi. Orkumálaráðherra landsins segir að ástæðan fyrir rafmagnsleysinu sé sú að nokkur héröð séu að nota meira rafmagn en gert er ráð fyrir. Unnið er að viðgerð en rafmagnsleysið er það mesta í áratugi í Indlandi.

Erlent

Tilraunasprengja sem gleymdist að fjarlægja

Komið hefur í ljós að böggullinn sem fannst við bandaríska sendiráðið í Osló í morgun var tilraunasprengja sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins höfðu gleymt að fjarlægja. Sprengjan var fest undir bíl sem var stöðvaður við öryggisleit í sendiráðinu. Þegar sprengjunnar varð vart greip um sig nokkur ótti og svæðið var rýmt í 500 metra radíus. Vopnaðir lögreglumenn gættu svæðisins. Tveimur tímum síðar, eða rétt fyrir klukkan tólf að íslenskum tíma, var hættuástandi aflýst.

Erlent