Erlent

Lögfræðingar Kate og William mæta fyrir dómara í París

Lögfræðingar þeirra Kate Middleton og William Bretaprins munu mæta fyrir dómara í París nú fyrir hádegið þar sem þeir ætla að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu á tímaritinu Closer með lögbanni en tímaritið birt hefur myndir af Kate nakinni að ofan.

Erlent

Kærðu tengdasoninn fyrir að nauðga önd

Tyrkneska dagblaðið Habertürk greindi frá því um helgina að karlmaður hefði verið handtekinn í Marmara-héraðinu grunaður um að hafa nauðgað önd. Það voru tengdaforeldrar mannsins sem kærðu hann til lögreglu eftir að þau fundu blóð og fjaðrir í rúmi mannsins. Maðurinn gisti hjá tengdaforeldrunum yfir nóttina.

Erlent

John Major gagnrýnir myndbirtingu

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, gagnrýnir franska blaðið Closer sem og írska tímaritið Irish Daily harðlega fyrir að birta myndir af hertogaynjunni Kate Middelton berbrjósta.

Erlent

Fjórir hermenn drepnir í Afganistan

Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn.

Erlent

Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja

Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu.

Erlent

Sá aðeins einn skotmann

Franska lögreglan er búin að taka skýrslu af sjö ára gamalli stúlku sem komst lífs af ásamt fjögurra ára gamalli systur sinni þegar fjölskylda þeirra var myrt með köldu blóði í frönsku ölpunum fyrir um einni og hálfri viku síðan.

Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag

Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimir Pútin, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

Erlent

500 lögreglumenn gerðu vopn námuverkamanna upptæk

Um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmiklum húsleitum í húsakynnum námuverkamanna í Marikana í Suður-Afríku í morgun. Tólf voru handteknir og gríðarlegt magn vopna, þó aðallega sveðjur og önnur eggvopn, voru haldlögð. Fimm af þeim tólf sem voru handteknir reyndust vera með fíkniefni á sér samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Erlent

Vinnuálag eykur líkur á hjartasjúkdómum

Breskir vísindamenn komust að því með víðtækri rannsókn að vinnuálag eykur líkur á hjartaáföllum og hjartasjúkdómum um 23%. Rannsóknin náði til 200 þúsund einstaklinga en frá henni er greint á fréttavef BBC.

Erlent

Lewinsky með opinskáa bók um dvölina í Hvíta húsinu

Monica Lewinsky lærlingurinn í Hvíta húsinu sem gerði Bill Clinton þáverandi Bandaríkjanna lífið leitt, eða ljúft eftir því hvernig á það er litið, mun vera að leita sér að útgefenda að opinskárri bók um tímann í Hvíta húsinu.

Erlent

Viðbúnaður aukinn vegna árása í Líbíu

Lið þungvopnaðra manna sem réðist á sendiráð Bandaríkjanna í Bengasí í Líbíu skákaði í skjóli mótmælenda sem mótmæltu óhróðursmynd um íslam. Árásirnar eru sagðar hafa verið þaulskipulagðar.

Erlent