Erlent

Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn

Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki.

Erlent

Obama styður bann við sölu á árásarvopnum

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, vill endurvekja löggjöf um bann við árásarvopnum eins og hríðskotabyssum. Lög um slíkt voru sett árið 1994 en afnumin 10 árum síðan þar sem þau þóttu gölluð.

Erlent

Veikindi vekja óvissu um framtíð Íraks

Jalal Talabani, forseti Íraks, liggur á sjúkrahúsi í Bagdad eftir að hafa fengið heilablóðfall. Þar með er komin upp töluverð óvissa um framtíð landsins, nú þegar ár er liðið frá því bandaríski herinn fór heim.

Erlent

Reglur víða verið hertar

Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra.

Erlent

Óeirðir vegna ásakana um lauslæti í Gautaborg

Hundruð unglinga veittu unglingsstúlku eftirför í Gautaborg í morgun og lömdu, eftir að hún var sökuð um að hafa birt nöfn og myndir af fjölda stúlkna úr grunnskóla, þar sem þær voru sagðar lauslátar. Lögreglan handtók hátt í 30 ungmenni vegna málsins en þeir yngstu sem tóku þátt í óeirðunum voru 13 ára gamlir. Atvikið átti sér stað skammt frá skólanum sem krakkarnir stunda.

Erlent

Rússar hamstra mat vegna heimsendis

Íbúar í Téténíu undirbúa sig nú fyrir meintan heimsendi á föstudaginn og hafa þeir hamstrað matvæli, salt og eldsneyti. Fjölmargar kjörbúðir í landinu standa nú auðar. Ástandið er hvað verst í bænum Novokuznetsk þar sem íbúar keyptu um 60 tonn af salti í síðustu viku. Að sama skapi hafa eldspýtur og kerti selst afar vel á undanfarið.

Erlent

Skólastarf hefst í Newtown á ný

Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook.

Erlent

Ramses III var skorinn á háls

Nýjar rannsóknir á múmíu egypska farósins Ramses III sýna að hann var myrtur, það er skorinn á háls. Þar með er ein ráðgátan í kringum líf þessa faróa leyst.

Erlent

Öflugur skýstrokkur veldur usla á Fiji eyjum

Mjög öflugur skýstrokkur gekk yfir Fiji eyjar í gærdag og olli miklu eignatjóni. Hús eyðilögðust og rafmagn fór af stórum hluta eyjanna en ekki hafa borist neinar fréttir um mannskaða af völdum skýstrokksins.

Erlent

Móðir fjöldamorðingjans safnaði vopnum

Móðir fjöldamorðingjans Adam Lanza, sem jafnframt var fyrsta fórnarlamb hans, safnaði vopnum á heimili sínu í Connecticut. Hún skráð fyrir sex skotvopnum hið minnsta, á meðal þeirra eru byssurnar þrjár sem sonur hennar notaði er hann myrti 26 manns í Sandy Hook-grunnskólum á föstudaginn.

Erlent

Stjórnmálamaður dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Rune Øygard, einn af þekktustu sveitarstjórnarmönnum Verkamannaflokksins í Noregi, var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Svo virðist sem SMS-skeyti og Skype-samtöl á milli þeirra hafi orðið til þess að hann hafi verið sakfelldur.

Erlent