Erlent

Flensufaraldur herjar í Bandaríkjunum

Mikill flensufaraldur herjar nú í Bandaríkjunum. Hafa 18 börn látist af þessari flensu frá því um jólin og yfir 2.200 manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna flensunnar.

Erlent

Óeirðirnar í Belfast halda áfram

Ekkert lát er á óeirðunum í Belfast á Norður Írlandi og þurfti lögreglan þar í borg að berjast við óeirðaseggi fjórða kvöldið í röð í gærkvöldi.

Erlent

Hundrað saknað eftir mikla skógarelda

Áströlsk yfirvöld leita nú að eitt hundrað manns sem er saknað eftir mikla skógarelda á eynni Tasmaníu í Ástralíu síðustu daga. Leitað verður í nokkrum bæjum sem eru gjöreyðilagðir eftir eldana. Um þrjú þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógareldana sem hafa logað síðustu daga. Talið er að eldarnir hafi kviknað í kjölfar hitabylgju þar sem hitastig fór í 42 gráður. Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, sagði í gær að yfirvöld í landinu myndu koma þeim sem misst hafa heimili sín til hjálpar.

Erlent

Mandela á batavegi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna gallsteina og lungnasýkingar.Hann hefur dvalið á sjúkrahúsi frá því í byrjun desember. Í yfirlýsingu frá Jacob Zuma, forseta SuðurAfríku, segir að Mandela sé nú á batavegi en forsetinn fyrrverandi er orðinn 94 ára gamall. Þetta er lengsta dvöl hans á spítala frá því hann losnaði úr fangelsi árið 1990.

Erlent

Flugvél tískukóngs gufaði upp

Árangurslaus leit hefur staðið yfir að lítilli flugvél sem hvarf af ratsjám við strönd Venesúela á föstudag. Um borð voru tveir flugmenn, og fjórir Ítalir, þar á meðal Vittorio Missoni, einn eiganda Missoni tískuhússins og eiginkona hans.

Erlent

Pabbinn vill opinbera nafnið

Faðir indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun vill að nafn konunnar verði gert opinbert. Hann telur að með því geti hún orðið öðrum fórnarlömbum kynferðisbrota hvatning.

Erlent

Ítalir fórust í snjóflóði

Tveir ítalskir skíðamenn fundust í morgun látnir eftir að snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum á sama stað og sex Rússar fórust í gærmorgun þegar snjóbíll þeirra hrapaði í brattri fjallshlíð í Val di Fiemme niður 100 metra og ofan í gjá. Skíðamennirnir voru að vinna við lögregluþjálfun í Ölpunum.

Erlent

Dagbókin kom upp um sprengjumann

Sautján ára drengur í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi ætlað að koma fyrir sprengju í skólanum sínum.

Erlent

Blóð úr konunni fannst á fötum hrottanna

DNA-sýni sem fundust á fötum indversku mannanna fimm, sem eru í haldi lögreglu grunaðir um hrottafengna nauðgun og morð um borð í strætisvagni í síðasta mánuði, tengja þá við verknaðinn.

Erlent

Fimm fórust þegar einkaþota hrapaði

Fimm fórust þegar einkaþota hrapaði til jarðar í grennd við borgina Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun. Vélin hrapaði stuttu eftir flugtak. Ekki er vitað hvað olli slysinu og er það nú í rannsókn. Vélin var skráð í Marokkó og var á leiðinni þangað.

Erlent

Mikil eftirspurn eftir skotheldum skólatöskum

Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.

Erlent

Mars sem græn og lífvænleg pláneta

Um árabil hafa vísindamenn getið sér til um líf á Mars. Vitað er að vatn, sem er forsenda lífs eins og við þekkjum það, var eitt sinn til staðar á plánetunni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem við fáum að kynnast rauðu plánetunni eins og hún var þegar auðnir hennar voru grænar og gróskumiklar.

Erlent

Reiðhjól sem týndist fyrir 50 árum fannst í miðju tré

Nær hundrað ára gömul kona í Washington ríki hefur fundið reiðhjól sonar síns yfir 50 árum eftir að það týndist. Hjólið fannst inn í miðju stóru tré og hefur tréið greinilega gróið í kringum það í gegnum árin enda er hjólið nú í nokkurra metra hæð frá jörðu.

Erlent