Fótbolti

Mutu frá í þrjár vikur

Forráðamenn Fiorentina staðfestu í dag að Rúmeninn Adrian Mutu muni snúa fyrr á völlinn en í fyrstu var talið er hann meiddist í Meistaradeildarleiknum gegn Debrecen.

Fótbolti

Aguero: Við getum klárlega unnið Real Madrid

Framherjinn Sergio Aguero hjá Atletico Madrid telur að staða liðsins í spænsku deildinni hafi ekkert að gera þá staðreynd að liðið geti unnið granna sína í Real Madrid þegar liðin mætast á Vicente Calderon-leikvanginum á morgun.

Fótbolti

Vieira: Ég er sá besti í minni stöðu hjá Frakklandi

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter, sem á að baki 107 landsleiki fyrir Frakkland, er hvergi banginn þó svo að landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech hjá Frakklandi hafi ekki valið leikmanninn í landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina mikilvægu gegn Írlandi um laust sæti á HM næsta sumar.

Fótbolti

Ferguson: Kuszczak var bara að grínast

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur ítrekað að ekkert ósætti sé á milli markvarðanna Tomasz Kuszczak og Edwin Van der Sar en Kuszczak lét hafa eftir sér í viðtali við MUTV að Van der Sar væri tregur til að veita sér ráðleggingar og hjálpa sér.

Enski boltinn

Alonso: Benitez rétti maðurinn til að stýra Liverpool

Miðjumaðurinn Xabi Alonso hjá Real Madrid viðurkennir að sárt hafi verið fylgjast með slöku gengi fyrrum liðsfélaga hans hjá Liverpool upp á síðkastið en ítrekar þó í viðtali við The Times að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez sé rétti maðurinn til þess að leiða liðið aftur á beinu brautina.

Enski boltinn

Chelsea og Liverpool orðuð við Adam Johnson

Gordon Strachan, nýráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough, viðurkennir í samtali við enska fjölmiðla í dag að fyrrum enski U-21 árs landsliðsmaðurinn Adam Johnson sé mjög líklega á förum frá félaginu í janúar.

Enski boltinn

Jónas Grani til HK

Jónas Grani Garðarsson samdi í gær við 1. deildarlið HK um að spila með liðinu á næsta ári ásamt því að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Íslenski boltinn