Enski boltinn

Bent: Á von á því að fá óvingjarnlegar móttökur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Darren Bent.
Darren Bent. Nordic photos/AFP

Framherjinn Darren Bent hjá Sunderland snýr í fyrsta skiptið aftur á sinn gamla heimavöll, White Hart Lane, þegar Sunderland heimsækir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Bent gekk í raðir Sunderland í sumar á 10 milljónir punda eftir tvö tímabil vonbrigða hjá Tottenham eftir 16,5 milljón punda félagaskipti frá Charlton árið 2007. Bent á því ekki von á að fá góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum Tottenham.

„Þetta snýst ekki um að ég sé að koma aftur á White Hart Lane heldur þetta snýst um Sunderland. Ég á annars von á óvingjarnlegum móttökum ef út í það er farið. Það myndi því vera þýðingarmikið fyrir mig að ná að skora í leiknum en aðalmálið er auðvitað að ég vinni," segir Bent í viðtali við opinbera heimasíðu Sunderland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×