Enski boltinn

Shawcross áfram hjá Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Shawcross, leikmaður Stoke.
Ryan Shawcross, leikmaður Stoke. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Shawcross mun senn gera nýjan fjögurra ára samning við Stoke City ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlum í dag.

Shawcross fór frá United til Stoke fyrir eina milljón punda fyrir tveimur árum síðan. United á þó forkaupsrétt á Shawcross ef hann kýs að fara frá Stoke.

En samkvæmt fréttum í Englandi mun Shawcross framlengja samning sinn við Stoke í næstu viku og verða þá skuldbundinn félaginu til loka tímabilsins 2013.

„Það hefur verið algert forgangsatriði fyrir okkur að gera nýjan samning við Ryan. Hann á góðan möguleika á því að komast á HM með enska landsliðinu og hann ætti að stefna að því," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×