Enski boltinn

Persie og Hodgson bestir í október

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robin Van Persie.
Robin Van Persie.

Robin Van Persie, framherji Arsenal, og Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, er menn októbermánaðar í enska boltanum.

Van Persie var sjóðheitur í mánuðinum og skoraði fimm mörk og lagði upp önnur tvö. Arsenal tapaði þess utan ekki leik í mánuðinum.

Hodgson stýrði Fulham í gegnum mánuðinn án þess að tapa leik þó svo Fulham hafi átt strembna leiki í mánuðinum.

Punkturinn fyrir ofan i-ið var glæsilegur 3-1 sigur á Liverpool.

Þetta er í þriðja sinn sem Hodgson hlýtur þessi verðlaun. Hann fékk þau síðast fyrir 12 árum eða í desember árið 1997 er hann stýrði Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×