Enski boltinn

McCarthy ekki ódýr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benni McCarthy, leikmaður Blackburn.
Benni McCarthy, leikmaður Blackburn. Nordic Photos / AFP
Sam Allardyce, stjóri Blackburn, segir að hann ætli ekki að selja Benni McCarthy nema fyrir rétt verð.

McCarthy hefur ekki spilað stórt hlutverk með Blackburn á leiktíðinni og var greint frá því í enskum fjölmiðlum í vikunni að hann kynni að vera á förum frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin næstu.

Talið er að Blackburn vilji fá þrjár milljónir punda fyrir McCarthy sem hefur helst verið orðaður við Portsmouth.

„Benni er ekki ódýr knattspyrnumaður og myndi aldrei fara fyrir lítinn pening," sagði Allardyce við enska fjölmiðla.

„Við myndum aðeins skoða þann möguleika að selja hann ef viðkomandi félag væri reiðubúið að greiða uppsett verð og ég væri búinn að finna annan leikmann í hans stað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×