Enski boltinn

Jagielka fór í aðra aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Jagielka í leik með Everton.
Phil Jagielka í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
Phil Jagielka, leikmaður Everton, verður ekki klár í slaginn fyrr en eftir jól þar sem hann þurfti að gangast undir aðra aðgerð á hné í vikunni.

Jagielka sleit krossbönd í hné í leik Everton og Manchester City í apríl síðastliðinum en hafði stefnt að því að snúa aftur í lok nóvember.

David Moyes, stjóri Everton, greindi svo frá því í gær að hann yrði frá í sex vikur til viðbótar vegna seinni aðgerðarinnar.

„Þetta eru vonbrigði þar sem Phil átti að hefja æfingar í næstu viku," sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×