Fótbolti

Vieira: Ég er sá besti í minni stöðu hjá Frakklandi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter, sem á að baki 107 landsleiki fyrir Frakkland, er hvergi banginn þó svo að landsliðsþjálfarinn Raymond Domenech hjá Frakklandi hafi ekki valið leikmanninn í landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina mikilvægu gegn Írlandi um laust sæti á HM næsta sumar.

Vieira er fullviss um eigin ágæti og er harðákveðinn í að tryggja sér sæti í landsliðshóp Frakka fyrir lokakeppnina í Suður-Afríku næsta sumar, fari svo að Frakkar vinni Íra það er að segja.

„Þetta kann að hljóma hégómlega en ég er handviss um að ég sé besti leikmaðurinn sem Frakkar eiga völ á í minni stöðu. Ég læt það samt ekki á mig fá þó svo að ég sé ekki í leikmannahópnum að þessu sinn.

Ég er alla vega búinn að setja mér það takmark að vera í leikmannahópnum fyrir lokakeppnina. Ég verð því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vinna mér fast sæti í byrjunarliði Inter til þess að vera í nægilega góðu spilformi næsta sumar," segir Vieira í viðtali við L'Equipe.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×