Fótbolti

Umfjöllun: FH-ingar inn í meistarabaráttuna

FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV hafði unnið sex leiki í röð fyrir leikinn en FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Sanngjarn sigur KR-inga gegn Stjörnunni

KR-ingar unnu 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Frostaskjólinu. Þorvaldur Árnason kom gestunum yfir en það voru þeir Kjartan Henry Finnbogason, Björgólfur Takefusa og Guðmundur Reynir Gunnarsson sem skoruðu mörk KR-inga.

Íslenski boltinn

Adebayor vill spila fyrir Juventus

„Juventus er frábært félag sem ég hef svo sannarlega áhuga á að spila fyrir," segir Emmanuel Adebayor, sóknarmaður Manchester City, í viðtali við ítalskt dagblað í morgun.

Fótbolti

Vidic: Ég vildi aldrei fara

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hjá Manchester United var orðaður við Real Madrid og Manchester City í sumar. Hann segist þó aldrei hafa viljað yfirgefa herbúðir Rauðu djöflanna.

Enski boltinn

King að verða klár fyrir fyrsta leik

Miðvörðurinn Ledley King lék hálfleik í æfingaleik með Tottenham í gær og er búist við því að hann verði orðinn klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Sölvi Geir og félagar slógu út FH-banana í BATE Borisov

Sölvi Geir Ottesen og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn slógu í kvöld út FH-banana í BATE Borisov í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann seinni leikinn 3-2 á Parken eftir að þau gerðu markalaust jafntefli í Hvíta-Rússlandi í síðustu viku.

Fótbolti

Umfjöllun: Blikar niðurlægðu Valsmenn

Breiðablik er komið aftur í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 5-0 stórsigur á Val í fyrsta leik 14. umferðarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í leiknum.

Íslenski boltinn

Jovetic frá í hálft ár

Ítalska liðið Fiorentina hefur orðið fyrir miklu áfalli en ljóst er að miðjumaðurinn Stevan Jovetic leikur ekki næstu sex mánuði vegna slæmra meiðsla í hné.

Fótbolti