Sport

Supercross Atlanta úrslit.

Gríarleg barátta var í Atlanta
Mynd/TWMX

Það var fagurt og milt veður í Atlanta þegar 8 umferðin í AMP supercross og sú tíunda í heimsmeistara titlils baráttunni.

Það var Chad Reed sem náði holuskotinu og hélt forystunni fyrsta hringinn,en James Stewart var ekki langt á eftir honum og skaut sér innan á hann á örðum hring. Reed var nú í báráttu með annað sætið með Ricky Carmichael fast á hæla sér. Smá mistök hjá Yamaha ökumanninum varð til þess að Carmichael skellti sér í annað sætið og Ivan Tedesco sem var í fjórða náði þriðja af Reed. Stewart náði góðri forystu eins og ávallt en með hægari ökumenn sér til trafala náði Carmichael að koma sér í afturdekkið á Stewart. Carmichael skellti sér innan á Stewart og ætluðu áhorfendur að algjörlega að missa sig en þá virtist Stewart eiga inni einhvern undraverðan kraft og náði hann fljótlega aftur forystunni af Carmichael og hélt henni til enda. Baráttan um þriðja sætið var einnig gríðarleg þar sem Chad Reed var í afturdekkinu á Ivan Tedesco meiri hlutan af keppninni eftir mistök á fyrstu hringjum. Chad Reed náði þó á endanum þriðja sætinu af Tedesco en var þó ekki sáttur með frammistöðu sína þetta kvöldið.

Staðan er þá þessi í AMP supercrossinu :

  • James Stewart 188 stig (6 sigrar)
  • Chad Reed 171 (1 sigur)
  • Tim Ferry 145
  • Kevin Windham 119
  • Michael Byrne 108

Staðan í heimsmeistara keppninni er svo þessi :

 

  • James Stewart 232 stig (6 sigrar)
  • Chad Reed 216 (2 sigrar)
  • Tim Ferry 180
  • Ricky Carmichael 138 (2 sigrar)
  • David Vuillemin 127

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×