Fótbolti

Eigendur Boston Red Sox búnir að kaupa Liverpool

Stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool hefur ákveðið að taka tilboði frá eigendum bandaríska hafnarboltaliðsins Boston Red Sox en til að salan geti gengið í gegn þarf stjórnin væntanlega að útkljá málið í réttarsal þar sem að núverandi eigendur eru víst mjög á móti sölunni.

Enski boltinn

Cristiano Ronaldo í hefndarhug á móti Dönum

Cristiano Ronaldo segir sig og félaga sína í portúgalska landsliðinu vera staðráðna í að vinna Dani og hefna fyrir slæm úrslit á móti þeim dönsku í síðustu undankeppni. Danir unnu 3-2 sigur á Portúgal í Lissabon í undankeppni HM í Suður-Afríku og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli í Kaupamannahöfn.

Fótbolti

Gunnar Magnús hættur með Grindavíkurstelpur

Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur.

Íslenski boltinn

Guðlaugur Victor sá verst klæddi í Liverpool-liðinu

Dean Bouzanis, ástralskur markvörður varaliðs Liverpool, hefur ekki mikið álit á fatastíl Guðlaugs Victors Pálssonar ef marka má viðtal við Bouzanis á Liverpool-síðunni. Bouzanis var beðinn um að velja verst klædda leikmann liðsins og þá stóð ekki á svari.

Enski boltinn

Diego Forlan: Tilbúinn að fara hvert sem er fyrir rétta tilboðið

Það bjuggust flestir við því að Úrúgvæ-maðurinn Diego Forlan fyndi sér stærra lið í haust eftir frábæra frammistöðu sína á HM í Suður-Afríku þar sem hann var kosinn besti leikmaðurinn. Forlan hafði líka spilað frábærlega á síðasta tímabili þar sem að hann skoraði 32 mörk í spænsku deildinni og tryggði Atletico Madrid sigur í Evrópudeildinni

Fótbolti

Skoraði Veigar Páll framhjá framtíðarmarkverði Man United?

Eric Steele, markvarðarþjálfari Manchester United, var meðal áhorfenda á leik Aalesund og Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Enginn lék þar betur en íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson en Steele var þó ekki að fylgjast með honum heldur danska landsliðsmarkverðinum Anders Lindegaard.

Enski boltinn

Ólíklegt að Torres nái leiknum á móti Everton

Nárameiðsli Fernando Torres eru það alvarlega að hann þurfti að segja sig út úr spænska landsliðshópnum fyrir leiki í undankeppni EM og mun líklega missa af næsta leik Liverpool-liðsins sem er á móti nágrönnunum í Everton 17. október næstkomandi.

Enski boltinn

Þjálfari Panathinaikos hætti en hætti svo við að hætta

Það er alltaf líf og fjör í kringum þjálfaranna í gríska fótboltanum enda hvergi algengara en að þjálfarar þurfti að taka pokann sinn ef illa gengur. Í gær leit út fyrir að þjálfari Panathinaikos, Nikos Nioplias, væri búinn að fá nóg af starfinu en forráðamenn félagsins náðu að tala hann til.

Fótbolti