Fótbolti

Knattspyrnumenn á Ítalíu hóta verkfalli

Leikmenn í Serie A hafa hótað því að fara í verkfall verði ekki gengið frá lausum endum í samkomulag þeirra við deildina. Tvisvar sinnum á síðustu leiktíð voru leikmenn nálægt því að fara í verkfall.

Fótbolti

Lágmark að komast í Meistaradeildina

John Henry, eigandi Liverpool, segir að það yrðu honum mikil vonbrigði ef Liverpool myndi ekki takast að ná einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð, og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á ný.

Enski boltinn

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Íslenski boltinn

Nýtt tilboð á leiðinni í Fabregas

Enskir fjölmiðlar fullyrða að nýtt tilboð sé á leiðinni frá Barcelona í spænska miðjumanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal. Pep Guardiola, stjóri Barca, lét hafa eftir sér nýverið að félaginu vantar aðeins einn leikmann til viðbótar.

Enski boltinn

Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna

Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar.

Fótbolti

Andrés Már: Fylkistreyjan er ljót

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson sem nýverið gekk til liðs við norska félagið FK Haugesund er í stuttu sjónvarpsviðtali á heimasíðu félagsins. Andrés Már lýsir yfir mikilli ánægju með búning norska félagsins en segir appelsínugulann Fylkisbúninginn ljótan.

Fótbolti

Zoltan Gera aftur til West Brom

Knattspyrnumaðurinn Zoltan Gera hefur gengið til liðs við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þekkir vel til á Hawthorns-vellinum en hann spilaði með WBA á árunum 2005-2008.

Enski boltinn

Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni

Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti

Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni

Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn.

Enski boltinn

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Enski boltinn

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Íslenski boltinn

Rossi hafnaði Juventus

Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti