Fótbolti

Andrés Már: Fylkistreyjan er ljót

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andrés Már í hvítri treyju Haugesund.
Andrés Már í hvítri treyju Haugesund. Mynd/FKH.no
Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson sem nýverið gekk til liðs við norska félagið FK Haugesund er í stuttu sjónvarpsviðtali á heimasíðu félagsins. Andrés Már lýsir yfir mikilli ánægju með búning norska félagsins en segir appelsínugulann Fylkisbúninginn ljótan.

Ekki er víst að Árbæingar verði hrifnir af ummælum Andrésar Más sem er uppalinn hjá Árbæjarfélaginu. Auk þess kemur fram í viðtalinu að Andrés Már ætli að skrá sig á norskunámskeið og læra tungumálið.

Sjá viðtalið hér.

Andrés Már er kominn með leikheimild og gæti spilað með Haugesund á miðvikudagskvöld þegar liðið mætir Sogndal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×