Fótbolti

Tom Hicks og George Gillett enn að kæra eigendur Liverpool

Draugur fyrrverandi eigenda Liverpool hangir enn yfir félaginu. Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett mættu til Liverpool borgar í gærkvöldi og lögðu fram kæru á hendur núverandi eigendum. Gillet og Hicks voru þvingaðir til að selja Liverpool að skipun dómstóla fyrir tæpu ári. Þeir kalla söluna sögulegt svindl og fara fram á hundruð milljóna punda í skaðabætur.

Enski boltinn

Elísabet heldur áfram með Kristianstad næsta sumar

Elísabet Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Kristianstad og verður áfram þjálfari sænska liðsins. Elísabet er að klára sitt þriðja tímabil með Kristianstad en liðið er nú í 6. sæti deildarinnar með 31 stig í 19 leikjum. Þetta kemur fram í staðarblaðinu í Kristianstad.

Fótbolti

Carlos Tevez neitar að biðja Mancini afsökunar

Carlos Tevez segir að hann hafi enga ástæðu til að biðja Roberto Mancini afsökunar og heldur því fram að liðsfélagar sínir muni standa með honum í deilunni við stjórann. Þetta hefur BBC eftir leikmanninum en blaðamenn máttu ekki spyrja Roberto Mancini út í Tevez-málið á blaðamannfundi í dag.

Enski boltinn

Dzeko búinn að biðja Mancini og liðsfélagana afsökunar

Bosníumaðurinn Edin Dzeko hefur beðist afsökunar fyrir reiðikast sitt á varamannabekknum eftir að Roberto Mancini skipti honum útaf í tapleik Manchester City á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Öll athyglin hefur verið á hegðun Carlos Tevez og mál Dzeko hefur því ekki verið mikill fjölmiðlamatur.

Enski boltinn

Paul Scholes skilur hvað Carlos Tevez var að hugsa

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og fyrrum liðsfélagi Carlos Tevez, segist skilja það af hverju Carlos Tevez neitaði að fara inn á völlinn á móti Bayern Munchen á þriðjudaginn. Scholes neitaði á sínum tíma að spila fyrir Sir Alex Ferguson í deildarbikarleik árið 2001.

Enski boltinn

Tíu marka maður fjögur ár í röð

Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð.

Íslenski boltinn

Malmö tapaði á Ítalíu

Sænsku meistararnir í Malmö töpuðu í kvöld fyrir ítalska liðinu Tavagnacco í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki.

Fótbolti

Messi: Mín markmið eru ekki að setja einhver met

Lionel Messi, varð í gær annar markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi þegar hann skoraði tvö mörk í 5-0 sigri liðsins á BATE Borisov í Meistaradeildinni. Hann deilir nú öðru sætinu með Ladislau Kubala sem skoraði líka 194 mörk fyrir Barca á sínum tíma.

Fótbolti