Fótbolti

Mata ánægður með Torres

Juan Mata spáir því að Fernando Torres verði aftur upp á sitt allra besta í náinni framtíð. Þeir eru liðsfélagar bæði hjá Chelsea og spænska landsliðinu.

Enski boltinn

Warnock ætlar að halda Dyer

Neil Warnock, knattspyrnustjóri QPR, ætlar að halda Kieron Dyer hjá félaginu þó svo að hann hafi aðeins náð að spila í þrjár mínútur með liðinu áður en hann meiddist.

Enski boltinn

Van Marwijk brjálaður út í FC Bayern

Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, er afar ósáttur við framkomu forráðamanna þýska stórliðsins FC Bayern vegna meiðsla Arjen Robben. Hann vill að hætt verði við fyrirhugaðan vináttuleik hollenska landsliðsins við Bayern í maí næstkomandi.

Fótbolti

Naumur sigur Skota í Liechtenstein

Craig Mackail-Smith tryggði Skotum nauman 1-0 sigur á smáríkinu Liechtenstein á útivelli í leik liðanna í undankeppni EM 2012. Sigurinn fleytti Skotum upp í annað sæti I-riðilsins.

Fótbolti

Ólafur Jóhannesson: Stoltur af liðinu

Ólafur Jóhannesson stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í 5-3 tapleiknum gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Þjálfarinn var stoltur af liðinu þrátt fyrir tapið.

Fótbolti

Sölvi Geir: Þetta var ömurleg sending

"Sem varnarmaður þá get ég ekki verið sáttur við fáum á okkur fimm mörk,“ sagði Sölvi Geir Ottesen fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 5-3 tapleikinn gegn Portúgal í kvöld í viðtali við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport.

Fótbolti

Birkir Bjarnason: Spiluðum mjög góðan leik

Við spiluðum bara mjög góðan leik en ég veit ekki hvort við erum svona óheppnir eða einbeitingalausir í mörkunum þeirra,“ sagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta við Guðmund Benediktsson á Stöð 2 sport eftir 5-3 tapleik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Birkir var einn besti leikmaður Íslands og átti stóran þátt í þriðja marki liðsins þar sem hann var felldur í vítateig Portúgals.

Fótbolti

Hallgrímur komst í fámennan hóp í kvöld

Hallgrímur Jónasson komst í fámennan úrvalshóp með því að skora tvö mörk á Estádio do Dragão vellinum í Porto í kvöld. Hallgrímur skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleiknum en íslenska liðið varð að sætta sig við 3-5 tap í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Fótbolti

Aron Einar: Toppaði ferðina að taka Sölva

Aron Einar Gunnarsson sló á létta strengi í viðtali við Guðmund Benediktsson, íþróttafréttamann, í Portúgal í gær. Aron og félagar hans í íslenska landsliðinu mæta heimamönnum í undankeppni EM 2012 klukkan 20.00 í kvöld.

Fótbolti

Ólafur er þokkalega sáttur eftir fjögur ár sem landsliðsþjálfari

Ólafur Jóhannesson stýrir íslenska landsliðinu í fótbolta í síðasta sinn í kvöld þegar liðið sækir Portúgal heim í undankeppni Evrópumótsins. Í viðtali við Guðmund Benediktsson íþróttafréttamann Stöðvar 2 segir Ólafur að hann sé ágætlega sáttur við þau fjögur ár sem hann hefur verið í starfinu en vissulega hafi komið upp erfiðir tímar í þessu starfi.

Fótbolti

Arsenal-maðurinn heldur áfram að skora fyrir Suður-Kóreu

Arsenal-maðurinn Park Chu-young skoraði bæði mörk Suður-Kóreu í 2-2 jafntefli á móti Póllandi í vináttulandsleik í Seoul í Suður-Kóreu í dag. Park hefur þar með skorað sex mörk í síðustu þremur landsleikjum sínum og alls 23 mörk í 56 landsleikjum fyrir Suður-Kóreu.

Enski boltinn

UEFA sektaði Barcelona fyrir að mæta of seint til seinni hálfleiks

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sektaði í dag Evrópumeistara Barcelona vegna framkomu liðsins í leiknum á móti Porto í Ofurbikar Evrópu í ágúst. Barcelona vann leikinn 2-0 en þarna mættust sigurvegarar í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni á síðasta ári. Leikurinn fór fram á Stade Louis vellinum í Mónakó.

Fótbolti

Gylfi Þór: Ætlum að spila fyrir Óla

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í Porto í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir því portúgalska í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2012. Gylfi missti af síðustu verkefnum landsliðsins vegna meiðsla en er nú aftur klár í slaginn.

Fótbolti