Fótbolti

Leikmenn Aston Villa í herþjálfun

Það er mikið lagt upp úr því í herbúðum Aston Villa að leikmenn liðsins séu í formi. Því fengu leikmenn að kennast þegar hermenn tóku leikmenn liðsins í almennilega Boot Camp-æfingu.

Enski boltinn

Arshavin hótar að yfirgefa Arsenal

Þó svo Rússinn Andrei Arshavin hafi viðurkennt að spilamennskan sé ekki upp á það besta hjá sér þá er hann samt ósáttur við að vera á bekknum. Rússinn hefur hótað því að yfirgefa Arsenal ef hann verður áfram límdur á bekknum.

Enski boltinn

Valur Fannar til Hauka

Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Íslenski boltinn

Tevez stakk af til Argentínu í leyfisleysi

Carlos Tevez á von á frekari sektum frá Manchester City eftir að hann stakk af til Argentínu í leyfisleysi. Tevez flaug til Argentínu í gær eftir að hafa ákveðið að sætta sig við sekt upp á tveggja vikna laun fyrir að neita að hita upp í Meistaradeildarleik í München.

Enski boltinn

Vorm: Liverpool treystir um of á Suarez

Michael Vorm, markvöðurinn öflugi hjá nýliðum Swansea í ensku úrvalsdeildinni, segir að Liverpool stóli of mikið á sóknarmanninn Luis Suarez. Vorm hélt hreinu í leik liðanna á Anfield um helgina.

Enski boltinn