Fótbolti

Kemur umboðsmaðurinn til bjargar?

Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knattspyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rannsóknarnefnd enska knattspyrnusambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna.

Enski boltinn

Romanov setur Hearts á sölu

Litháinn Vladimír Romanov hefur ákveðið að setja skoska knattspyrnufélagið Hearts á sölu, þar sem hann er orðinn þreyttur á fótbolta. Hann keypti félagið árið 2005 en landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá félaginu.

Fótbolti

Torres: Ég skulda stuðningsmönnum Chelsea

Fernando Torres hjá Chelsea verður í sviðsljósinu á sunnudaginn þegar Chelsea tekur á móti hans gömlu félögum í Liverpool á Stamford Bridge. Torres hefur aðeins náð að skora 5 mörk í 30 fyrstu leikjum sínum með Chelsea og hann þurfti eins frægt er að bíða í 903 mínútur eftir fyrsta marki sínu fyrir Lundúnafélagið.

Enski boltinn

Aquilani verður áfram hjá AC Milan

Umboðsmaður Alberto Aquilani segir það aðeins formsatriði að ganga frá því að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum AC Milan þegar að lánssamningur félagsins við Liverpool rennur út.

Enski boltinn

Ronaldo og Arbeloa báðir meiddir

Þeir Cristiano Ronaldo og Alvaro Arbeloa gátu ekki æft með Real Madrid í gær þar sem þeir meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í landsleikjafríinu.

Fótbolti

Van Gaal kemur aftur til Ajax

Hollenska knattspyrnufélagið Ajax, sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með, hefur tilkynnt að Louis van Gaal muni taka taka við starfi framkvæmdarstjóra frá og með upphafi næsta keppnistímabils.

Fótbolti

Fær Suarez sex leikja bann?

Enska knattspyrnusambandið ákvað í gær að kæra Luis Suarez, leikmann Liverpool, fyrir kynþáttaníð og gæti hann á endanum fengið sex leikja bann, að minnsta kosti.

Enski boltinn

Lögreglan mun rannsaka söluna á Veigari Páli

Lögreglan í Asker og Bærum í Noregi hefur ákveðið að rannsaka hvort lög hafi verið brotin þegar Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Lögreglurannsókn mun hefjast á næstunni þar sem allt "söluferlið“ verður rannsakað.

Fótbolti

Blatter í Twitter-stríði við Rio Ferdinand

Sepp Blatter virðist algerlega vera búinn að tapa glórunni. Blatter, sem er forseti FIFA, hefur staðið í ströngu í morgun vegna ummæla sinna í viðtali við CNN og ákvað í dag að svara ummælum Rio Ferdinand á Twitter.

Enski boltinn

Ummæli Blatter um kynþáttaníð vekja mikla reiði

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina að kynþáttaníð væri ekki til staðar í knattspyrnu. Ummælunum hefur verið tekið af mikilli reiði víða um heim en sjálfur hefur hann reynt að draga úr þeim.

Fótbolti

Tólf ára strákur hafnaði Chelsea

Jordan Young, tólf ára miðjumaður hjá unglingaliði Swindon Town, fékk á dögunum samningstilboð frá stórliði Chelsea en strákurinn ákvað að vera áfram hjá Swindon þar sem hann hefur spilað frá því að hann varð átta ára gamall.

Enski boltinn

Bannan kærður fyrir ölvunarakstur

Barry Bannan, leikmaður Aston Villa og skoska landsliðsins, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur en hann klessukeyrði bifreið sína á hraðbraut í Englandi í síðasta mánuði.

Enski boltinn

Walker vill komast á EM með Englandi

Kyle Walker, bakvörðurinn öflugi hjá Tottenham, stefnir að því að komast í EM-hóp Englands næsta sumar en hann átti góðan leik þegar að England vann 1-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik í gær.

Fótbolti