Fótbolti

Dean Saunders gæti tekið við Wolves

Forráðarmenn fyrstu deildarfélagsins Doncaster hafa gefið grænt ljós á viðræður milli Dean Saunders, knattspyrnustjóra Doncaster, og Wolves en síðarnefna félagið rak stjóra sinn Ståle Solbakken í gær og leita óðum að arftaka hans.

Enski boltinn

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Íslenski boltinn

Drátturinn í 4. umferð enska bikarsins

Dregið var í dag í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og þar má helst nefna möguleg viðureign Stoke og Manchester City en Stoke þarf samt sem áður að vinna leik sinn gegn Crystal Palace til að komast áfram.

Enski boltinn

Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

Íslenski boltinn

96 auð sæti á leik Mansfield og Liverpool í dag

Enska utandeildarliðið Mansfield Town spilar í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar Liverpool kemur í heimsókn á Field Mill völlinn í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Það er setið um alla miða á leikinn en samt verða 96 auð sæti á þessum leik. Völlurinn tekur 7.574 manns.

Enski boltinn

Laudrup: Pressan er á Arsenal

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, segir að sitt lið hafi allt að vinna í bikarleiknum á móti Arsenal í dag. Swansea er aðeins þremur sætum á eftir Arsenal í stigatöflunni en Laudrup talar samt um sína menn sem pressulausa liðið í þessum leik.

Enski boltinn

Benitez: Torres og Ba geta spilað saman hjá Chelsea

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það komi alveg til greina að láta þá Demba Ba og Fernando Torres spila saman með Chelsea á þessu tímabili. Demba Ba kom inn fyrir Torres í 5-1 bikarsigri á Southampton í gær og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með félaginu.

Enski boltinn

Daniel Agger valinn besti fótboltamaður Dana

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, var í gærkvöldi valinn besti knattspyrnumaður Dana en það eru danskir fótboltamenn sem standa sjálfir að kjörinu. Þetta er í annað skiptið sem Agger fær þessi verðlaun en hann var einnig kjörinn árið 2007.

Enski boltinn

Real Madrid vann í sjö marka leik

Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum.

Fótbolti

Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Joe Cole: Með heimsklassamenn í Van Persie og Giggs

Joe Cole byrjaði frábærlega með West Ham í kvöld og það munaði ekki miklu að tvær stoðsendingar hans tryggðu West Ham sigur á Manchester United í enska bikarnum. Varamaðurinn Robin Van Persie tryggði hinsvegar United annan leik með því að skora jöfnunarmark í uppbótartíma leiksins.

Enski boltinn

Cole lagði upp tvö mörk en Van Persie tryggði United jafntefli

Joe Cole stimplaði sig inn í lið West Ham United með glæsibrag þegar hann lagði upp bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti toppliði Manchester United á Upton Park í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Manchester United komst í 1-0 en James Collins skoraði tvö keimlík skallamörg eftir fyrirgjafir frá Joe Cole. Robin Van Persie kom síðan inn á sem varamaður og jafnaði metin og liðin mætast því aftur á Old Trafford.

Enski boltinn

Pardew: Þetta lið er aðeins skugginn af liðinu í fyrra

Alan Pardew, stjóri Newcastle, sá sitt lið, fyrst úrvalsdeildarliða, falla út úr enska bikarnum í dag þegar Newcastle tapaði 2-0 á móti b-deildarliði Brighton and Hove Albion. Pardew gerði fimm breytingar á sínu liði frá því í síðasta deildarleik en kvartaði undan skorti á gæðaleikmönnum eftir leikinn.

Enski boltinn

Öll úrslitin í enska bikarnum í dag

28 leikjum er lokið í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í dag en þar af fórum 27 þeirra fram klukkan þrjú. Ensku úrvalsdeildarliðin Chelsea, Aston Villa, Reading, Manchester City, Norwich City og Tottenham eru öll komin áfram í 4. umferðina en Newcastle er eina úrvalsdeildarliðið sem er fallið úr leik.

Enski boltinn

Gylfi og félagar örugglega áfram í enska bikarnum

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð og spilaði fyrstu 79 mínúturnar þegar Tottenham vann 3-0 sigur á C-deildarliðinu Coventry City í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Öll mörk Tottenham komu í fyrri hálfleiknum og átti Gylfi þátt í því fyrsta.

Enski boltinn