Fótbolti

Kolbeinn kom við sögu í jafntefli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður þegar Ajax gerði 1-1 jafntefli gegn Roda JC á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kolbeinn lék í rétt tæpan hálftíma en þetta fyrsti leikur hans í deildinni síðan í ágúst.

Roda komst yfir á 39. mínútu þegar Adil Ramzi skoraði en Daley Blind jafnaði metin á 54. mínútu. Þrátt fyrir innkomu Kolbeins náði Ajax ekki að skora sigurmark og varð að sætta sig við skiptan hlut.

Á sama tíma tapaði Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar 3-1 fyrir Feyenoord á útivelli. Jóhann Berg lék fyrsta klukkutímann í leiknum.

Ajax og Feyenoord eru jöfn að stigum í öðru til þriðja sæti með 44 stig. AZ er í 11. sæti með 24 stig og Roda í 15. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×