Fótbolti

Nígería vann Afríkukeppnina

Mbah (19) fagnar sigurmarki sínu í dag.
Mbah (19) fagnar sigurmarki sínu í dag.
Nígería varð í kvöld Afríkumeistari í knattspyrnu. Nígería lagði þá lið Búrkina Fasó, 1-0, í úrslitaleiknum.

Sigur Nígeríu kom ekkert sérstaklega á óvart. Búrkina Fasó var þó búið að koma öllum á óvart með því að komast í úrslitaleikinn. Margir vissu því ekki alveg við hverju var að búast.

Liðin mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þeim leik lyktaði með 1-1 jafntefli.

Það var Sunday Mbah sem skoraði eina mark leiksins rétt fyrir hlé. Hann vippaði boltanum yfir varnarmann í teignum, tók boltann á lofti og lagði hann í netið. Smekklega gert.

Þetta er í þriðja sinn sem Nígeríu vinnur Afríkumeistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×