Fótbolti

Eiður Smári lagði upp mark

Eiður í leik með Cercle Brugge.
Eiður í leik með Cercle Brugge.
Eiður Smári Guðjohnsen var aðeins búinn að vera á vellinum í tvær mínútur er hann lagði upp mark í leik Club Brugge og OH Leuven í kvöld.

Eiður kom af bekknum á 64. mínútu og lagði upp mark fyrir Lior Refaelov. Markið kom Brugge í 2-1 en liðið lenti undir 0-1. Brugge vann svo leikinn 3-1.

Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Leuven sem er í tíunda sæti belgísku úrvalsdeildarinnar en Brugge er í því sjötta.

Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Zulte Waregem og lék í 50 mínútur er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Lokeren. Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, lék allan leikinn fyrir Lokeren. Zulte er í öðru sæti deildarinnar.

Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir botnlið Cercle Brugge sem mátti sætta sig við 2-0 tap gegn Mechelen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×