Fótbolti

Lambert: Stór úrslit fyrir okkur

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
„Við eigum mikið hól skilið fyrir hvað við gerðum í dag,“ sagði Paul Lambert knattspyrnustjóri Aston Villa eftir 2-1 sigurinn á West Ham United í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Ég held að þetta verði mikilvægt fyrir okkur þegar  upp er staðið. Við höfum lent í miklum áföllum en fótbolti er skrítinn leikur og við erum aðeins þremur stigum á eftir Newcastle núna.

„Við vitum hvað við verðum að gera og það eru bara 12 leikir eftir. Allir leikir eru erfiðir en þetta var stór sigur fyrir okkur, sérstaklega miðað við úrslit liðanna í kringum okkur í gær,“ sagði Lambert en Aston Villa lyfti sér úr fallsæti með sigrinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×