Fótbolti

Kristinn fær Evrópudeildarleik í Króatíu

Kristni Jakobssyni hefur verið úthlutað sínum þriðja leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á tímabilinu en Kristinn og fjórir aðrir íslenskir dómarar eru á leið til Króatíu þar sem þeir dæma leik í Rijeka á fimmtudagskvöldið.

Fótbolti

Hólmfríður valin í lið ársins

Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir var í gær valin í lið ársins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Fríða átti mjög flott tímabil með nýliðum Avaldsnes. Þetta glæsileg viðurkenning fyrir okkar stelpu.

Fótbolti

Mirallas: Ég hélt að ég fengi rautt

Everton-maðurinn Kevin Mirallas þakkar fyrir að hafa ekki fengið rauða spjaldið í 3-3 jafntefli Everton og Liverpool á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Belginn telur að það hafi bjargað sér að þetta var leikur Merseyside-liðanna.

Enski boltinn

Gerrard líkir Jon Flanagan við Jamie Carragher

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var afar ánægður með frammistöðu hins tvítuga Jon Flanagan í 3-3 jafnteflinu á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hægri bakvörðurinn fékk mikið hrós frá fyrirliða sínum.

Enski boltinn

Balotelli talar í gátum á Twitter

Mario Balotelli gaf í skyn að hann sé á leið frá AC Milan á Twitter-síðu sinni eftir 1-1 jafntefli Milan og Genoa á San Siro um helgina. Fyrst tísti hann á ensku og svo á ítölsku þar sem hann virðist draga í land.

Fótbolti

Öruggt hjá Kaupmannahöfn

Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem lagði Viborg 4-1 á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan var 3-1 í hálfleik.

Fótbolti

Pellegrini: Munum líka vinna á útivelli

„Það er ekki hægt að leika betur en við í dag. Við vinnum í okkar leikstíl og ætlum að halda áfram á sama hátt,“ sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City eftir 6-0 sigurinn á Tottenham í dag.

Enski boltinn

Villas-Boas: Tapið var of stórt

„Þetta var erfið byrjun fyrir okkur. Eftir það fóru öll plön í vaskinn,“ sagði Andre Villas-Boas þjálfari Tottenham eftir 6-0 tapið gegn Manchester City í dag þar sem Jesus Navas skoraði fyrsta markið eftir 14 sekúndna leik.

Enski boltinn

Moyes opinn fyrir kaupum í janúar

David Moyes skoski knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United í fótbolta ætlar að reyna að styrkja liðið þegar leikmannaglugginn opnar í janúar. Moyes vill að hópurinn geti keppt um alla titla.

Enski boltinn