Enski boltinn

Suarez skoraði tvö og Liverpool á toppinn

Suarez fagnar í dag.
Suarez fagnar í dag. vísir/getty
Luis Suarez er óstöðvandi þessa dagana og hann sló glæsilegt met í dag með því að skora tvö mörk í 3-1 sigri Liverpool á Cardiff. Suarez er búinn að skora tíu mörk í desember sem er met í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool er þess utan komið á topp deildarinnar.

Suarez kom sínum mönnum yfir snemma leiks. Hans átjánda mark í deildinni og níunda markið í desember. Það er met. Engum leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar hefur tekist að skora níu mörk í einum og sama mánuðinum.

Skömmu fyrir hlé kom annað markið. Suarez slapp einn í gegn en var óeigingjarn og lagði boltann á Raheem Sterling sem skoraði auðveldlega. Hann þar af leiðandi búin að skora í þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins.

Skömmu fyrir hlé skoraði Suarez síðan stórkostlegt mark með skoti fyrir utan teig eftir smekklega hælsendingu frá Henderson. Sýning hjá Liverpool.

Cardiff neitaði að leggja árar í bát og Jordon Mutch minnkaði muninn er rúmur hálftími lifði leiks. Það gaf Cardiff-liðinu kraft og það sótti nokkuð í kjölfarið.

Allt kom fyrir ekki og Liverpool fagnaði góðum sigri. Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 80 mínútur leiksins fyrir Cardiff og fann sig ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×