Fótbolti

Alfreð hafði betur gegn Aroni og Jóhanni

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason skoraði sitt sautjánda mark í vetur er Heerenveen vann öruggan sigur, 1-5, á Aroni Jóhannssyni, Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í AZ Alkmaar.

Það var leikið í roki og rigningu og þær aðstæður áttu augljóslega mun betur við Alfreð og félaga sem komust í 2-0 áður en Aron Jóhannsson minnkaði muninn fyrir AZ.

Alfreð kom AZ í 1-4 en hann hafði átt tvær stoðsendingar fyrr í leiknum. 41 mark í 48 leikjum hjá honum fyrir félagið.

Alfreð og Aron léku allan leikinn en Jóhann Berg var tekinn af velli í leikhléi. Heerenveen er í fimmta sæti deildarinnar en AZ því sjöunda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×