Enski boltinn

Ashley Cole mætti í jólaboð hjá Arsenal - verður ekki í liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole
Ashley Cole Mynd/NordicPhotos/Getty
Ashley Cole, leikmaður Chelsea, komst í fréttirnar fyrir að fara í jólaboð hjá Arsenal í vikunni en það hefur verið gagnrýnt ekki síst þar sem Arsenal og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni á Þorláksmessukvöld.

Ashley Cole lék með Arsenal áður en hann fór til nágrannanna í Chelsea árið 2006 en Chelsea-liðið bauð honum þá miklu hærri laun.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tjáði sig ekki beint um gestagang Ashley Cole hjá næstu mótherjum Chelsea-liðsins en tilkynnti það hinsvegar á blaðamannafundi sínum í dag að landsliðsbakvörðurinn yrði ekki í byrjunarliði Chelsea á móti Arsenal.

„Ég mun spila Branislav Ivanovic í hægri bakverðunum og César Azpilicueta verður í vinstri bakverðinum. Ashley mun ekki byrja leikinn," sagði José Mourinho á blaðamannfundinum.

Það var alveg hægt að lesa það á milli línanna að José Mourinho var ekki ánægður með ákvörðun Ashley Cole að mæta í jólaboðið hjá Arsenal.

„Ég hef mína skoðun á þessu en ég held henni fyrir sjálfan mig. Það var frídagur hjá leikmönnunum og ég er ekki pabbi þeirra. Ég stjórna því sem þeir gera þegar þeir eru hjá mér en ekki hvað þeir gera út í bæ," sagði José Mourinho.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×