Enski boltinn

Kompany skoraði fyrir bæði lið en Man. City vann

Kompany fagnar markinu sem fór í rétt mark.
Kompany fagnar markinu sem fór í rétt mark.
Man. City komst í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag eftir skrautlegan 2-4 sigur á Fulham í dag. Fyrirliði Man. City, Vincent Kompany, skoraði á báðum endum vallarins.

Það var enginn Sergio Aguero með Man. City í dag en það skipti ekki máli því City er með Yaya Toure og sá er að spila vel. Hann kom sínum mönnum á bragðið gegn Fulham í dag.

Markið var líka af dýrari gerðinni. Beint úr aukaspyrnu. Algjörlega óverjandi. Fyrirliðinn Kompanu bætti svo við mark fyrir hlé og City-menn í toppmálum.

Kieran Richardson minnkaði muninn í upphafi síðari háfleiks og ógæfan dundi yfir 20 mínútum fyrir leikslok. Þá skoraði Kompany skelfilega klaufalegt sjálfsmark. Ætlaði að hreinsa frá marki en setti boltann smekklega í fjærhornið á eigin marki.

City-menn lögðu ekki árar í bát og Kompany var líklega mikið létt er Jesus Navas skoraði með skoti úr afar þröngu færi. Milner sá svo síðan til þess að City fékk öll stigin með fjórða markinu eftir stórbrotna sendingu frá Alvaro Negredo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×