Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd gleðja langveik börn | Myndir

Fellaini og Januzaj komu með pakka.
Fellaini og Januzaj komu með pakka.
Strákarnir í enska boltanum eru duglegir að gefa af sér um jólin. Fastur liður hjá þeim er að kíkja á barnaspítala og gleðja langveik börn og aðstandendur þeirra.

Leikmenn Man. Utd fóru á tvo barnaspítala í borginni í gær. Lukkudýr félagsins var með í för og vakti ekki minni lukku en leikmennirnir.

Strákarnir komu að sjálfsögðu færandi hendi með fullt af varningi merktum félaginu.

"Við gerðum eins og við gátum að létta krökkunum lundina. Það vill enginn vera á spítala yfir jólin," sagði Darren Fletcher en hann hefur sjálfur verið að glíma við erfið veikindi.

Myndir af heimsóknum Man. Utd má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×