Enski boltinn

Sannfærandi sigur hjá Man. Utd

Januzaj fagnar marki sínu.
Januzaj fagnar marki sínu. vísir/getty
Man. Utd spilaði einn sinn besta leik í vetur en West Ham kom í heimsókn á Old Trafford. 3-1 sigur hjá heimamönnum og óvæntir menn á skotskónum. Þetta var fjórði sigur Man. Utd í röð í öllum keppnum.

Danny Welbeck er að fara heitur inn í jólin. Hann opnaði leikinn með frábæru marki. Átti hælsendingu á Rooney, fékk boltann til baka og kláraði með stæl.

Ungstirnið Adnan Januzaj vildi ekki vera minni maður. Hann skoraði laglegt mark skömmu síðar. Lék listavel á James Collins og lagði boltann í fjærhornið.

Man. Utd var að spila nokkuð vel og Ashley Young skoraði annan leikinn í röð með stórkostlegu skoti í teignum eftir sendingu frá Wayne Rooney.

West Ham var ekki að spila vel í dag en liðið fékk sárabótarmark í lokin. Ragnstöðugildra United brást og Carlton Cole komst einn í gegn og skoraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×