Íslenski boltinn

Brynjar eyðir jólunum upp í sófa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson. Mynd/Arnþór
FH-ingurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson er nýkominn úr hnéaðgerð en þessi fjölhæfi leikmaður vonast til að vera kominn á fulla ferð á nýjan leik í apríl.

„Þá er aðgerðinni lokið og gekk hún vel. Nú tekur endurhæfing við og vonandi verður maður kominn á fullt í apríl. Gleðileg jól, þau verða fín upp í sófa hjá mér," skrifaði Brynjar Ásgeir inn á fésbókarsíðu sína í dag.

Brynjar Ásgeir sprakk út í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili en hann er einn fjölhæfasti leikmaður deildarinnar enda að spila í vörn, á miðju og út á kanti með FH-liðinu.

Brynjar Ásgeir var með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í 17 leikjum með FH í Pepsi-deildinni í sumar.

FH-ingar eru í vandræðum með miðvarðarstöðuna á meðan Brynjar er að jafna sig á meiðslunum. Freyr Bjarnason lagði skóna á hilluna í haust og Guðmann Þórisson gekk til liðs við sænska liðið Mjallby.

Brynjar hefur komið inn í miðvörðinn með Pétri Viðarssyni en FH-ingar ætla eflaust að styrkja vörnina áður en tímabilið hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×