Enski boltinn

Crouch hetja Stoke | Öll úrslit dagsins

Crouch fagnar sigurmarki sínu í dag.
Crouch fagnar sigurmarki sínu í dag.
Það var líf og fjör í leikjum dagsins í enska boltanum. Manchester-liðin unnu sína leiki og það gerðu líka Newcastle og Stoke.

Peter Crouch var hetja Stoke gegn Aston Villa og sá til þess að Stoke fer ekki í jólaköttinn í ár.

Newcastle-menn voru síðan í stuði í London gegn slöku liði Palace. Þar voru Frakkarnir einu sinni sem oftar áberandi hjá Newcastle sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Man. Utd er aðeins í sjöunda sæti þrátt fyrir sigurinn í dag en Man. City er komið upp í annað sæti deildarinnar.

Úrslit:

Crystal Palace-Newcastle  0-3

0-1 Yohan Cabaye (24.), 0-2 Danny Gabbidon, sjm (39.), 0-3 Hatem Ben Arfa, víti (86.)

Fulham-Man. City  2-4

0-1 Yaya Toure (22.), 0-2 Vincent Kompany (43.), 1-2 Kieran Richardson (49.), 2-2 Vincent Kompany, sjm (70.), 2-3 Jesus Navas (78.), 2-4 James Milner (82.)

Man. Utd-West Ham  3-1

1-0 Danny Welbeck (25.), 2-0 Adnan Januzaj (35.), 3-0 Ashley Young (72.)

Stoke City-Aston Villa  2-1

1-0 Charlie Adam (50.), 1-1 Libor Kozak (65.), 2-1 Peter Crouch (70.).

Sunderland-Norwich  0-0

WBA-Hull City  1-1

0-1 Jake Livermore (28.), 1-1 Matej Vidra (85.).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×