Fótbolti

Gunnleifur sýndi ákvörðuninni skilning

Gunnleifur Gunnleifsson á enn góðan möguleika á að halda sæti sínu í A-landsliði karla þrátt fyrir að hafa ekki verið valinn í hópinn fyrir æfingaleikinn gegn Svíum síðar í mánuðinum.

Fótbolti

Rossi meiddist á hné í þriðja sinn

Þrátt fyrir að hafa nælt í stigin þrjú varð Fiorentina fyrir áfalli í 1-0 sigri gegn Livorno. Giuseppe Rossi, markahæsti leikmaður Serie A meiddist á hægra hné þegar rúmlega sjötíu mínútur voru búnar af leiknum.

Fótbolti

Magnus Wolff Eikrem á leiðinni til Cardiff

Ole Gunnar Solskjaer var ekki lengi að velja fyrstu leikmannakaup sín sem knattspyrnustjóri Cardiff, Marco van Basten, þjálfari Heerenveen viðurkenndi í fjölmiðlum í dag að klúbburinn hafi samþykkt tilboð Cardiff í Magnus Wolff Eikrem.

Enski boltinn

Moyes óánægður með sóknarleikinn

"Við vorum óheppnir að tapa þessum leik, við fengum ekki nóg af færum og lentum síðar manni undir sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 2-1 tap gegn Swansea í dag.

Enski boltinn

Allardyce finnur fyrir pressu

Sam Allardyce viðurkenndi í fjölmiðlum eftir stórt tap gegn Nottingham Forest í enska bikarnum í dag að þetta gæti haft einhver áhrif á stöðu hans. Allardyce gerði níu breytingar frá síðasta leik á byrjunarliði West Ham sem átti aldrei möguleika gegn ferskum leikmönnum Forest.

Enski boltinn

Bony skaut Swansea áfram á Old Trafford

Wilfried Bony skoraði sigurmark Swansea gegn Manchester United í uppbótartíma á Old Trafford í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Fabio, vinstri bakvörður Manchester United fékk rautt spjald þegar stutt var til leiksloka og náðu gestirnir að nýta sér liðsmuninn á lokamínútum leiksins.

Enski boltinn

Fyrsta þrenna Alexis Sánchez fyrir Barcelona

Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Elche í dag. Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu í þrjú ár.

Fótbolti

Stórliðin sluppu við hvort annað

Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar rétt í þessu og sluppu öll stórliðin vel. Chelsea gæti mætt Stoke á heimavelli í eina úrvalsdeildarslag umferðarinnar nái þeir að leggja Derby á iPro stadium en leikurinn var að hefjast rétt í þessu.

Enski boltinn

Obi Mikel skoraði með fyrirliðabandið

John Obi Mikel sem fékk fyrirliðabandið í seinni hálfleik skoraði í sínum þrjú hundruðasta leik fyrir Chelsea í 2-0 sigri gegn Derby í ensku bikarkeppninni í dag. Með sigrinum tryggði Chelsea sæti sitt í fjórðu umferð bikarkeppninnar þar sem þeir mæta Stoke á heimavelli.

Enski boltinn

Aspas opnaði markareikning sinn í sigri

Iago Aspas opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool í 2-0 sigri á Oldham í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Aspas skoraði þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og var óheppinn að bæta ekki við stuttu seinna þegar skalli hans hafnaði í stönginni.

Enski boltinn

Nottingham Forest slátraði West Ham

Nottingham Forest slátraði úrvalsdeildarliði West Ham United 5-0 í ensku bikarkeppninni á The City Ground í Nottingham í dag. Jamie Paterson átti stórleik í liði Forest, ásamt því að skora þrjú mörk krækti hann í víti á upphafsmínútum leiksins.

Enski boltinn

Solskjær: Fullkomin byrjun

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Cardiff City til sigurs í dag í fyrsta leiknum sínum sem knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar og félaga. Cardiff vann þá 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Newcastle í 3. umferð enska bikarsins.

Enski boltinn