Enski boltinn

Fletcher: United endar í efstu sætunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Darren Fletcher bjartsýnn á framhaldið.
Darren Fletcher bjartsýnn á framhaldið. nordicphotos/getty
Darren Fletcher, leikmaður Manchester United, telur að liðið sé nægilega sterkt til að hafna í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar en Englandsmeistararnir eru í sjöunda sæti deildarinnar sem stendur.

„Núna snýst þetta allt um karakter,“ sagði Fletcher í viðtali við Sky Sports.

„Það er búið að afskrifa liðið og allir hafa skoðun á gengi liðsins á tímabilinu. Það er komið að því að leikmenn standi undir væntingum og sýna í raun hvað í þeim býr.“

„Við ætlum okkur að enda tímabilið vel. Liðið er enn með í Meistaradeildarkeppninni og þar hefur liðið verið að spila vel í vetur. Liðið verður einnig með í þeirri keppni á næsta tímabili.“

Fjögur efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Tvö efstu fara beint í riðlakeppnina en liðin í 3. og 4. Sætinu fara í sérstaka forkeppni.

United mætir Fulham á Old Trafford á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×