Enski boltinn

Messan: Umræðan um slæmt gengi United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manchester United tapaði sínum áttunda leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina gegn Stoke og situr liðið nú í sjöunda sæti deildarinnar með 40 stig, fimmtán stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sætinu.

Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið og ræddu þeir gengi United á tímabilinu.

Voru þeir allir sammála um að leikmenn liðsins hefðu misst trúna og það væri stór ástæða fyrir slæmu gengi liðsins.

Hér að ofan má sjá umræðuna um Englandsmeistarana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×