Enski boltinn

Rodgers: Við verðum ekki í baráttunni um titilinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. nordicphotos/getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að liðið verði ekki í baráttunni um enska titilinn á þessu tímabili.

Liverpool er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sætinu.

Liðið gerði 1-1 jafntefli við WBA um síðustu helgi.

„Ég tel að það sé of snemmt fyrir okkur að fara stefna að meistaratitlinum,“ sagði Rodgers í viðtali við Sky Sports.

„Ég var staddur á leik Manchester City og Chelsea á mánudagskvöld og þegar maður horfir yfir leikmannahópinn hjá þeim liðum sér maður að við eigum nokkuð í land.“

„Ég verð að vera hreinskilinn og tel ég að möguleikar okkar á titlinum séu litlir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×