Fótbolti

Eggert Gunnþór skoraði í æfingaleik með Belenenses

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eggert Gunnþór á skotskónum.
Eggert Gunnþór á skotskónum. Visir/pjetur
Eggert Gunnþór Jónsson var á skotskónum í gær þegar portúgalska liðið Belenenses vann sigur á þýska liðinu FC Homburg, 2-1, í æfingaleik.

Eggert Gunnþór og Tiago Caiero gerðu sitt markið hver fyrir Belenenses.

Belenenses er í 14. sæti portúgölsku úrvalsdeildarinnar og berst fyrir sæti sínu í deildinni.

Helgi Valur Daníelsson leikur einnig með Belenenses en liðið mætir Nacional á laugardaginn í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×