Sextán ára gamalt markamet fallið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Alfreð er markahæstur í Hollandi. vísir/getty Frábært gengi íslensku markaskoraranna í hollenska boltanum hefur ekki farið framhjá knattspyrnuáhugafólki, hvort sem það býr hér á landi, eða erlendis. Ísland á nú markahæsta leikmann hollensku deildarinnar og tvo af þeim þremur markahæstu. Sá þriðji er síðan í 15. sætinu og alls hafa fimm íslenskir leikmenn skorað í deildinni. Það kemur því kannski ekki á óvart að Íslandsmetið í markaskorun í erlendri deild sé fallið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri íslensk mörk á einu tímabili á efstu deild í Evrópu.Alfreð bætti fleiri en eitt met Metið féll þegar Alfreð Finnbogason skoraði sitt tuttugasta mark í 3-0 sigri Heerenveen á Den Haag á laugardaginn. Aron Jóhannsson bætti við marki í fyrrakvöld. Alfreð bætti þar með fleiri en eitt met með þessu marki því eins og kom fram í Fréttablaðinu á mánudaginn þá varð hann þarna fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora yfir tuttugu mörk á tveimur tímabilum. Gamla metið var orðið sextán ára eða síðan íslenska innrásin var gerð í norsku úrvalsdeildina árið 1998. Þá streymdu leikmenn til Noregs og margir þeirra slógu í gegn. Ríkharður Daðason fór þar fremstur en hann varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 25 leikjum með Viking. Tryggvi Guðmundsson (8 mörk fyrir Tromsö) og Helgi Sigurðsson (7 mörk fyrir Stabæk) voru einnig atkvæðamiklir og alls skoruðu níu leikmenn þessi 42 mörk. Íslensku leikmennirnir ógnuðu þessu meti síðan tvisvar næstu tíu árin en sumrin 2002 og 2008 voru íslenskir leikmenn í norsku úrvalsdeildinni aðeins einu marki frá því að jafna metið frá 1998. Íslenskir leikmenn í Noregi komust enn á ný inn á topp tíu listann síðasta sumar þegar 34 íslensk mörk litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni.Yfir 30 mörkin í fimm löndum Íslenskir leikmenn hafa rofið 30 marka múrinn í fimm löndum því auk Hollands (2 sinnum) og Noregs (8 sinnum) hafa íslenskir markaskorarar komst í 30 mörkin í Svíþjóð (2012), Danmörku (2012-13) og Belgíu (2002-03). Frammistaða íslensku strákanna í fyrravetur var vissulega ávísun á það sem koma skal í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Alfreð, Kolbeinn, Aron, Jóhann Berg og Guðlaugur Victor skoruðu þá saman 38 mörk á leiktíðinni og brutu upp einokum norsku deildarinnar á topplistanum. Aron kom þá seint í deildina og Kolbeinn missti mikið úr vegna meiðsla og því mátti búast við sterku áhlaupi í ár. Sí varð líka raunin. Metið er fallið strax í byrjun febrúar og því er nóg eftir af leikjum fyrir íslensku strákanna til þess að bæta það enn frekar. 50 marka múrinn er næstur á dagskrá. Alfreð er á góðri leið með að bæta markamet íslensks leikmanns sem hann setti í fyrra (24 mörk) og Aron Jóhannsson á möguleika á því að verða fjórði íslenski leikmaðurinn til að skora tuttugu mörk á einu tímabili í efstu deild (vantar 7 mörk). Kolbeinn Sigþórsson var líka öflugur á lokasprettinum í fyrra þegar hann hjálpaði Ajax að verða hollenskur meistari þriðja árið í röð.Markametið í stóru deilunum Deildirnar í Hollandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku eru allar á næsta stigi fyrir ofan íslensku Pepsi-deildina en íslenskir leikmenn hafa einnig minnt á sig á hæsta stigi. Íslenska markametið í einni af fimm stærstu deildunum er hins vegar orðið þriggja áratuga gamalt eða síðan Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Ormslev skoruðu saman 26 mörk í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982 til 83. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bestu árin í íslenskum mörkum í deildunum fimm.Aron Jóhannsson hefur verið heitur í Hollandi.vísir/gettyFlest mörk á einu tímabiliÁ Englandi 16 mörk 2001-2002 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 14 mörk í 32 leikjum með Chelsea Guðni Bergsson skoraði 1 mark í 30 leikjum með Bolton Hermann Hreiðarsson skoraði 1 mark í 38 leikjum með Ipswich 16 mörk 2011-12 Heiðar Helguson skoraði 8 mörk í 16 leikjum með Queens Park Rangers Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 7 mörk í 18 leikjum með Swansea City Grétar Rafn Steinsson skoraði 1 mark í 23 leikjum með BoltonÍ Þýskalandi 26 mörk 1982-83 Atli Eðvaldsson skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf Ásgeir Sigurvinsson skoraði 4 mörk í 23 leikjum með Stuttgart Pétur Ormslev skoraði 1 mark í 9 leikjum með Fortuna Düsseldorf 25 mörk 1985-86 Lárus Guðmundsson skoraði 10 mörk í 26 leikjum með Bayer Uerdingen Ásgeir Sigurvinsson skoraði 9 mörk í 32 leikjum með Stuttgart Atli Eðvaldsson skoraði 6 mörk í 30 leikjum með Bayer UerdingenÁ Spáni 5 mörk 1985-86 Pétur Pétursson skoraði 5 mörk í 27 leikjum með Hercules Alicante 5 mörk 2006-07 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 5 mörk í 25 leikjum með FC Barcelona.Í Frakklandi 25 mörk 1981-92 Teitur Þórðarson skoraði 19 mörk í 38 leikjum með Lens Karl Þórðarson skoraði 6 mörk í 37 leikjum með Laval 14 mörk 1950-51 Albert Guðmundsson skoraði 14 mörk í 24 leikjum með Racing ParisÁ Ítalíu 2 mörk 1948-49 Albert Guðmundsson skoraði 2 mörk í 14 leikjum með AC Milan. 2 mörk 2012-13 Birkir Bjarnason skoraði 2 mörk í 24 leikjum með Pescara. Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Frábært gengi íslensku markaskoraranna í hollenska boltanum hefur ekki farið framhjá knattspyrnuáhugafólki, hvort sem það býr hér á landi, eða erlendis. Ísland á nú markahæsta leikmann hollensku deildarinnar og tvo af þeim þremur markahæstu. Sá þriðji er síðan í 15. sætinu og alls hafa fimm íslenskir leikmenn skorað í deildinni. Það kemur því kannski ekki á óvart að Íslandsmetið í markaskorun í erlendri deild sé fallið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri íslensk mörk á einu tímabili á efstu deild í Evrópu.Alfreð bætti fleiri en eitt met Metið féll þegar Alfreð Finnbogason skoraði sitt tuttugasta mark í 3-0 sigri Heerenveen á Den Haag á laugardaginn. Aron Jóhannsson bætti við marki í fyrrakvöld. Alfreð bætti þar með fleiri en eitt met með þessu marki því eins og kom fram í Fréttablaðinu á mánudaginn þá varð hann þarna fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora yfir tuttugu mörk á tveimur tímabilum. Gamla metið var orðið sextán ára eða síðan íslenska innrásin var gerð í norsku úrvalsdeildina árið 1998. Þá streymdu leikmenn til Noregs og margir þeirra slógu í gegn. Ríkharður Daðason fór þar fremstur en hann varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 25 leikjum með Viking. Tryggvi Guðmundsson (8 mörk fyrir Tromsö) og Helgi Sigurðsson (7 mörk fyrir Stabæk) voru einnig atkvæðamiklir og alls skoruðu níu leikmenn þessi 42 mörk. Íslensku leikmennirnir ógnuðu þessu meti síðan tvisvar næstu tíu árin en sumrin 2002 og 2008 voru íslenskir leikmenn í norsku úrvalsdeildinni aðeins einu marki frá því að jafna metið frá 1998. Íslenskir leikmenn í Noregi komust enn á ný inn á topp tíu listann síðasta sumar þegar 34 íslensk mörk litu dagsins ljós í norsku úrvalsdeildinni.Yfir 30 mörkin í fimm löndum Íslenskir leikmenn hafa rofið 30 marka múrinn í fimm löndum því auk Hollands (2 sinnum) og Noregs (8 sinnum) hafa íslenskir markaskorarar komst í 30 mörkin í Svíþjóð (2012), Danmörku (2012-13) og Belgíu (2002-03). Frammistaða íslensku strákanna í fyrravetur var vissulega ávísun á það sem koma skal í hollensku úrvalsdeildinni í vetur. Alfreð, Kolbeinn, Aron, Jóhann Berg og Guðlaugur Victor skoruðu þá saman 38 mörk á leiktíðinni og brutu upp einokum norsku deildarinnar á topplistanum. Aron kom þá seint í deildina og Kolbeinn missti mikið úr vegna meiðsla og því mátti búast við sterku áhlaupi í ár. Sí varð líka raunin. Metið er fallið strax í byrjun febrúar og því er nóg eftir af leikjum fyrir íslensku strákanna til þess að bæta það enn frekar. 50 marka múrinn er næstur á dagskrá. Alfreð er á góðri leið með að bæta markamet íslensks leikmanns sem hann setti í fyrra (24 mörk) og Aron Jóhannsson á möguleika á því að verða fjórði íslenski leikmaðurinn til að skora tuttugu mörk á einu tímabili í efstu deild (vantar 7 mörk). Kolbeinn Sigþórsson var líka öflugur á lokasprettinum í fyrra þegar hann hjálpaði Ajax að verða hollenskur meistari þriðja árið í röð.Markametið í stóru deilunum Deildirnar í Hollandi, Noregi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku eru allar á næsta stigi fyrir ofan íslensku Pepsi-deildina en íslenskir leikmenn hafa einnig minnt á sig á hæsta stigi. Íslenska markametið í einni af fimm stærstu deildunum er hins vegar orðið þriggja áratuga gamalt eða síðan Atli Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Ormslev skoruðu saman 26 mörk í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982 til 83. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bestu árin í íslenskum mörkum í deildunum fimm.Aron Jóhannsson hefur verið heitur í Hollandi.vísir/gettyFlest mörk á einu tímabiliÁ Englandi 16 mörk 2001-2002 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 14 mörk í 32 leikjum með Chelsea Guðni Bergsson skoraði 1 mark í 30 leikjum með Bolton Hermann Hreiðarsson skoraði 1 mark í 38 leikjum með Ipswich 16 mörk 2011-12 Heiðar Helguson skoraði 8 mörk í 16 leikjum með Queens Park Rangers Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 7 mörk í 18 leikjum með Swansea City Grétar Rafn Steinsson skoraði 1 mark í 23 leikjum með BoltonÍ Þýskalandi 26 mörk 1982-83 Atli Eðvaldsson skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf Ásgeir Sigurvinsson skoraði 4 mörk í 23 leikjum með Stuttgart Pétur Ormslev skoraði 1 mark í 9 leikjum með Fortuna Düsseldorf 25 mörk 1985-86 Lárus Guðmundsson skoraði 10 mörk í 26 leikjum með Bayer Uerdingen Ásgeir Sigurvinsson skoraði 9 mörk í 32 leikjum með Stuttgart Atli Eðvaldsson skoraði 6 mörk í 30 leikjum með Bayer UerdingenÁ Spáni 5 mörk 1985-86 Pétur Pétursson skoraði 5 mörk í 27 leikjum með Hercules Alicante 5 mörk 2006-07 Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 5 mörk í 25 leikjum með FC Barcelona.Í Frakklandi 25 mörk 1981-92 Teitur Þórðarson skoraði 19 mörk í 38 leikjum með Lens Karl Þórðarson skoraði 6 mörk í 37 leikjum með Laval 14 mörk 1950-51 Albert Guðmundsson skoraði 14 mörk í 24 leikjum með Racing ParisÁ Ítalíu 2 mörk 1948-49 Albert Guðmundsson skoraði 2 mörk í 14 leikjum með AC Milan. 2 mörk 2012-13 Birkir Bjarnason skoraði 2 mörk í 24 leikjum með Pescara.
Fótbolti Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn