Enski boltinn

Pellegrini bestur annan mánuðinn í röð

Manuel Pellegrini með verðlaunin.
Manuel Pellegrini með verðlaunin. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, var útnefndur stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni annan mánuðinn í röð.

Man. City hefur verið á miklu skriði undanfarið og var Pellegrini einnig útnefndur besti stjórinn eftir frábært gengi liðsins í desember. City-liðið hætti svo ekki að vinna leiki í janúar.

Undir stjórn Pellegrini vann Man. City alla fjóra leiki sína í janúar en hann er fyrsti maðurinn til að fá þessi verðlaun tvisvar í röð síðan Carlo Ancelotti gerði það sem stjóri Chelsea árið 2011.

Adam Johnson, leikmaður Sunderland, var við sama tilefni útnefndur leikmaður mánaðarins en hann hefur spilað frábæra undanfarnar vikur og hjálpað Sunderland að komast upp úr fallsvæðinu.

Johnson skoraði þrennu í 4-1 sigri á Fulham og tryggði liði sínu svo stig í 2-2 jafntefli gegn Southampton.

Hann bætti svo við fimmta markinu í mánuðinum þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Stoke en sá sigur kom Sunderland upp í 14. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×