Enski boltinn

Laudrup íhugar að fara í mál við Swansea

Daninn Michael Laudrup er allt annað en sáttur við að hafa verið rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Swansea og segist í raun ekki hafa hugmynd um af hverju hann hafi verið rekinn.

Daninn er grautfúll og íhugar að fara í mál við félagið. Hann hefur ekki einu sinni fengið að koma aftur á æfingasvæði félagsins.

Í yfirlýsingu frá samtökum knattspyrnustjóra kemur fram að Michael Laudrup sé enn að bíða eftir útskýringu á því af hverju hann hafi verið rekinn.

"Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta mál við lögfræðinga. Samtökin hafa þegar beðið um skýringar á þessu. Þar til ég fæ svör get ég ekki tjáð mig meira," sagði Laudrup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×