Enski boltinn

56 ár frá slysinu í Munchen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í dag eru 56 ár síðan að flugvél með leikmönnum United fórst.
Í dag eru 56 ár síðan að flugvél með leikmönnum United fórst. nordicphotos/getty
Í dag eru 56 ár síðan að flugvél með leikmönnum og starfsmönnum Manchester United fórst í Munchen á leið sinni til Englands eftir leik gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Evrópukeppninni. 23 fórust í slysinu árið 1958.

Meðal þeirra sem létust var Duncan Edwards og fyrirliðinn Roger Byrne. Edwards er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaðurinn sem England hefur alið af sér.

Átta leikmenn Manchester United og þrír starfsmenn létust í slysinu.

Bobby Charlton var einn þeirra sem komst lífs af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×