Enski boltinn

Hazard: Ætlum að vinna deildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hazard berst hér við Martín Demichelis í leiknum á mánudagskvöld.
Hazard berst hér við Martín Demichelis í leiknum á mánudagskvöld. nordicphotos/getty
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, telur að liðið geti vel hampað Englandsmeistaratitlinum í vor en liðið vann magnaðan sigur á Manchester City á mánudagskvöld, 1-0.

Leikurinn fór fram í Manchester og var þetta fyrsti ósigur City á heimavelli á tímabilinu í deildinni.

Branislav Ivanovic gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

„Það héldu margir að við myndum bara verjast í leiknum á móti City,“ sagði Hazard í viðtali við fjölmiðla ytra.

„Liðið varðist vel en markmiðið var alltaf að vinna leikinn. Við náðum að greina leik Manchester City-liðsins vel fyrir leikinn og náðum í framhaldinu að innbyrða sigur.“

„Stjórinn sagði síðan við okkur fyrir leikinn að við værum ekki komnir hingað til að verjast, menn áttu að sækja á markið og ná í þrjú stig.“

„Markmiðið okkar er að vinna deildina. Það verður ekki auðvelt en á engum tímapunkti munum við gefast upp. Það eru nægilega mikil gæði í hópnum til að fara alla leið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×