Enski boltinn

Messan kvaddi Cabaye með "Miss you like crazy“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Messan með þeim Guðmundur Benediktssyni, Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni var á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið.

Til stóð að birta myndband til að kveðja Yohan Cabaye, fyrrum leikmann Newcastle United, á skemmtilegan hátt. Newcastle seldi Cabay til PSG í síðasta mánuði.

Í myndbrotinu má sjá skemmtileg atvik með Yohan Cabaye á tímabilinu undir laginu „Miss you like crazy“ með Natalie Cole.

Því miður tókst ekki að koma myndbrotinu í loftið en hægt er að sjá það hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×