Fótbolti

Kolbeinn hetja Ajax

Kolbeinn fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Kolbeinn fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Kolbeinn Sigþórsson kom af bekknum í liði Ajax og tryggði liðinu 2-1 sigur á Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Í stöðunni 1-1 var Kolbeini skipt inn á 66. mínútu. Schöne hafði skorað fyrir Ajax og Kostic fyrir Groningen.

Sigurmark Kolbeins kom síðan sjö mínútum fyrir leikslok. Markið kom með góðum skalla af stuttu færi.

Ajax er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Groningen er í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×